Viðskipti erlent

Breska ríkið mun fljúga stranda­glópum heim verði Thomas Cook gjald­þrota

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Meira en 150 þúsund ferðamenn gætu strandað verði Thomas Cook gjaldþrota.
Meira en 150 þúsund ferðamenn gætu strandað verði Thomas Cook gjaldþrota. getty/Fabrizio Gandolfo

Yfirvöld í Bretlandi munu fljúga ferðamönnum á vegum Thomas Cook ferðaþjónustunnar aftur til Bretlands, ef ferðaþjónustan verður gjaldþrota. Rúmlega 150 þúsund breskir ferðamenn eru á ferðalagi á vegum Thomas Cook núna. Þetta segir Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands.

Raab sagði í samtali við breska ríkisútvarpið að neyðaráætlun væri tilbúin til að tryggja að enginn ferðamannanna yrði strandaður.

Hann sagði þó að ekki væru miklar líkur á því að ríkið kæmi fyrirtækinu til hjálpar. Ráðherrar gripu ekki bara inn í þegar fyrirtæki færu á hausinn nema það væri í þágu þjóðarhagsmuna.

Þá sagðist hann ekki vilja gera lítið úr neyðarfundinum sem er nú í gangi á milli Thomas Cook og stærstu hluthafa fyrirtækisins í Lundúnum.

Fjárhagslegir erfiðleikar hafa aukist hjá fyrirtækinu síðasta árið sem náðu hámarki í ágúst þegar stærsti hluthafi fyrirtækisins, kínverska fyrirtækið Fosun, lagði til áætlun um endurfjármögnun fyrirtækisins.

Bankar, sem lánað hafa Thomas Cook fé, vilja að fyrirtækið safni aukalegu fjármagni á næstu dögum, annars verður það gjaldþrota ef það nær ekki að fá auka innspýtingu sem heyrir upp á 200 milljón pund, sem nema rúmum 30 milljörðum íslenskra króna.

Verkalýðsfélag samgöngustarfsmanna í Bretlandi hvetur ríkið til að grípa inn í og koma í veg fyrir að fyrirtækið fari á hausinn, en ef fyrirtækið verður gjaldþrota gætu allt að 20.000 manns misst vinnuna og þar af 9.000 manns í Bretlandi sem flest eru í verkalýðsfélagi samgöngustarfsmanna.


Tengdar fréttir

Örlög Thomas Cook gætu ráðist í dag

Lánadrottnar breska ferðaþjónusturisans Thomas Cook munu hitta stærstu hluthafa fyrirtækisins á neyðarfundi í London í dag þar sem gert er ráð fyrir að örlög félagsins muni ráðast. Ferðaþjónustufyrirtækið rambar á barmi gjaldþrots.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HAGA
3,66
3
2.287
VIS
2,13
11
161.276
KVIKA
1,44
23
495.696
TM
1,07
8
105.011
FESTI
0,43
6
52.019

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ARION
-2,88
15
18.352
ORIGO
-2,43
2
2.210
EIK
-2,23
6
21.414
HEIMA
-1,35
1
439
ICEAIR
-1,08
26
12.014
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.