Formúla 1

Drama hjá Ferrari er Vettel batt enda á þrettán mánaða bið eftir sigri

Anton Ingi Leifsson skrifar
Vettel vann loksins kappakstur í dag.
Vettel vann loksins kappakstur í dag. vísir/getty
Sebiastan Vettel vann sinn fyrsta Formúlu 1 kappakstur í þrettán mánuði er hann kom fyrstur í mark í Singapúr kappakstrinum í dag.

Samherji hans, Charles Leclerc, kom annar í mark en mikið drama var á hringnum þar sem Leclerc leiddi lengi vel. Lið Ferrari tók þó Vettel fyrr inn í þjónustuhlé og við það var Vettel ekki sáttur.

„Hvað rugl? gangi? Ég vil bara láta ykkur vita hvernig mér líður. Til þess að vera hreinskilinn þá skil ég þetta ekki en við munum ræða þetta síðar,“ sagði Leclerc er Ferrari menn virtust hleypa Vettel í forystuna.







Ferrari hefur því unnið tvær keppnir í rö en það er í fyrsta skipti síðan 2017 sem það gerist.

Í þriðja sætinu var svo Max Verstappen frá Red Bull en heimsmeistarinn Lewis Hamilton varð í fjórða sætinu og samherji hans Valtteri Bottas í því fimmta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×