Táknmálið er meira en mikilvægt, það er súrefni fyrir okkur döff Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar 23. september 2019 12:15 Fyrir okkur sem reiðum okkur á táknmálið til tjáningar og samskipta er það eins og súrefni fyrir okkur, við þurfum á því að halda til að lifa og njóta lífsins. Börn þurfa á því að halda til að þroskast og dafna. Það er réttur allra að njóta mannréttinda. Til hamingju með daginn í dag!Alþjóðadagur táknmálsins Vissir þú að þann 19. desember 2017 samþykkti þing Sameinuðu þjóðanna alþjóðadag táknmálsins í því skyni að vekja athygli á mikilvægi táknmálsins í mannréttindum þeirra sem reiða sig á það til tjáningar og samskipta. 23. september varð fyrir valinu sem er stofndagur Alheimssamtaka heyrnarlausra, WFD. Hvert er markmiðið með þessa alþjóðadaga? Sameinuðu þjóðirnir segja að með alþjóðlegum dögum þá er tilefni til að fræða almenning um málefni er varða t.d táknmálið, ógnir þær sem táknmálið á heimsvísu glímir við, virkja vilja stjórnvalda og tryggja fjármagn til að takast á við þær ógnir sem koma í veg fyrir að táknmálið njóti og eflist og að þeir sem reiða sig á táknmálið til tjáningar og samskipta njóti mannréttinda. Samkvæmt WFD eru um 72 milljónir heyrnarlausra um allan heim og samanlagt eru rúmlega 300 táknmál. Táknmálið er fullgilt tungumál, á Íslandi er það íslenskt táknmál. Í lögum um íslenska tungu og íslenskt táknmál kemur fram að stjórnvöld skuli hlúa og styðja við íslenska táknmálið ásamt því að ríki og sveitarfélög stuðla að þróun, rannsóknum, kennslu og útbreiðslu íslensks táknmáls og styðja að öðru leyti við menningu, ,menntun og fræðslu fyrir heyrnarlausa. Íslenskt táknmál er jafnrétthátt íslenska tungumálinu sem tjáningarform í samskiptum manna í milli og er óheimilt að mismuna mönnum eftir því hvort málið þeir nota. Þegar þing Sameinuðu þjóðanna samþykkti alþjóðadag táknmálsins varð birt ályktun og er það viðurkennt að snemmtæk íhlutun og aðgengi að táknmáli og þjónustu á táknmáli sé mikilvægt að tryggja, þar með talið gæðamenntun á táknmáli en allt þetta er lífsnauðsynlegt fyrir vöxt og þroska barna sem reiða sig á táknmál í daglegu lífi. Eins er mikilvægt að ríki varðveiti táknmálið sem hluta af tungumáli og menningu og leggja SÞ líka áherslu á meginregluna „ekkert um okkur án okkar”. Núna undanfarna daga hafa verið umræður í þjóðfélaginu um nám án aðgreiningar. Eru börn sem reiða sig á ÍTM til tjáningar og samskipta að njóta öryggis í íslenskum leik- og grunnskólum? Í ályktun WFD kemur fram að um allan heim eiga döff börn í erfiðleikum við nám VEGNA óviðeigandi námsumhverfsins, ekki vegna heyrnarleysins. Sífellt fleiri rannsóknir sýna fram á áberandi misræmi í menntun döff nemenda og jafnaldra þeirra og að almenna skólakerfið uppfyllir ekki þarfir döff nemenda til tungumálanáms. WFD hvetur ríki og stjórnvöld að sýna sérstaka varkárni við túlkun í námi án aðgreingar í tengslum við döff nemendur sem reiða sig á táknmál, tryggja að málumhverfið sé ríkulegt af táknmáli, tryggja að sjálfsmynd þeirra ásamt táknmálssamfélagsins sé haldið á lofti innan umhverfsins sem eru vaxa og dafna. Við hjá Félagi heyrnarlausra höfum verulegar áhyggjur af námsumhverfi barna sem reiða sig á ÍTM, viðhorf til táknmálsins í námsumhverfi þarf að vera gott, starfsfólk og kennarar í námsumhverfi barnanna þarf að styðja og efla við táknmálið, mikilvægt er að hugsa um táknmálið í fyrsta sæti þegar verið er að skipuleggja nám og námsumhverfi barna sem reiða sig á ÍTM.Höfundur er formaður Félags heyrnarlausra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðdís Dögg Eiríksdóttir Mannréttindi Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Sjá meira
Fyrir okkur sem reiðum okkur á táknmálið til tjáningar og samskipta er það eins og súrefni fyrir okkur, við þurfum á því að halda til að lifa og njóta lífsins. Börn þurfa á því að halda til að þroskast og dafna. Það er réttur allra að njóta mannréttinda. Til hamingju með daginn í dag!Alþjóðadagur táknmálsins Vissir þú að þann 19. desember 2017 samþykkti þing Sameinuðu þjóðanna alþjóðadag táknmálsins í því skyni að vekja athygli á mikilvægi táknmálsins í mannréttindum þeirra sem reiða sig á það til tjáningar og samskipta. 23. september varð fyrir valinu sem er stofndagur Alheimssamtaka heyrnarlausra, WFD. Hvert er markmiðið með þessa alþjóðadaga? Sameinuðu þjóðirnir segja að með alþjóðlegum dögum þá er tilefni til að fræða almenning um málefni er varða t.d táknmálið, ógnir þær sem táknmálið á heimsvísu glímir við, virkja vilja stjórnvalda og tryggja fjármagn til að takast á við þær ógnir sem koma í veg fyrir að táknmálið njóti og eflist og að þeir sem reiða sig á táknmálið til tjáningar og samskipta njóti mannréttinda. Samkvæmt WFD eru um 72 milljónir heyrnarlausra um allan heim og samanlagt eru rúmlega 300 táknmál. Táknmálið er fullgilt tungumál, á Íslandi er það íslenskt táknmál. Í lögum um íslenska tungu og íslenskt táknmál kemur fram að stjórnvöld skuli hlúa og styðja við íslenska táknmálið ásamt því að ríki og sveitarfélög stuðla að þróun, rannsóknum, kennslu og útbreiðslu íslensks táknmáls og styðja að öðru leyti við menningu, ,menntun og fræðslu fyrir heyrnarlausa. Íslenskt táknmál er jafnrétthátt íslenska tungumálinu sem tjáningarform í samskiptum manna í milli og er óheimilt að mismuna mönnum eftir því hvort málið þeir nota. Þegar þing Sameinuðu þjóðanna samþykkti alþjóðadag táknmálsins varð birt ályktun og er það viðurkennt að snemmtæk íhlutun og aðgengi að táknmáli og þjónustu á táknmáli sé mikilvægt að tryggja, þar með talið gæðamenntun á táknmáli en allt þetta er lífsnauðsynlegt fyrir vöxt og þroska barna sem reiða sig á táknmál í daglegu lífi. Eins er mikilvægt að ríki varðveiti táknmálið sem hluta af tungumáli og menningu og leggja SÞ líka áherslu á meginregluna „ekkert um okkur án okkar”. Núna undanfarna daga hafa verið umræður í þjóðfélaginu um nám án aðgreiningar. Eru börn sem reiða sig á ÍTM til tjáningar og samskipta að njóta öryggis í íslenskum leik- og grunnskólum? Í ályktun WFD kemur fram að um allan heim eiga döff börn í erfiðleikum við nám VEGNA óviðeigandi námsumhverfsins, ekki vegna heyrnarleysins. Sífellt fleiri rannsóknir sýna fram á áberandi misræmi í menntun döff nemenda og jafnaldra þeirra og að almenna skólakerfið uppfyllir ekki þarfir döff nemenda til tungumálanáms. WFD hvetur ríki og stjórnvöld að sýna sérstaka varkárni við túlkun í námi án aðgreingar í tengslum við döff nemendur sem reiða sig á táknmál, tryggja að málumhverfið sé ríkulegt af táknmáli, tryggja að sjálfsmynd þeirra ásamt táknmálssamfélagsins sé haldið á lofti innan umhverfsins sem eru vaxa og dafna. Við hjá Félagi heyrnarlausra höfum verulegar áhyggjur af námsumhverfi barna sem reiða sig á ÍTM, viðhorf til táknmálsins í námsumhverfi þarf að vera gott, starfsfólk og kennarar í námsumhverfi barnanna þarf að styðja og efla við táknmálið, mikilvægt er að hugsa um táknmálið í fyrsta sæti þegar verið er að skipuleggja nám og námsumhverfi barna sem reiða sig á ÍTM.Höfundur er formaður Félags heyrnarlausra.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun