Scania kynnir vörubíl með engu húsi Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 25. september 2019 21:00 Scania AXL er sjálfkeyrandi vörubíll, með engu ökumannshúsi. Scania Scania kynnti í gær Scania AXL sem er sjálfkeyrandi hugmyndabíll, vörubíll sem er ekki með ökumannshúsi. Scania segir að námur og önnur lokuð vinnusvæði henti einkar vel fyrir sjálfkeyrandi bíla. „Með Scania AXL hugmyndabílnum erum við að taka gríðarlega stórt skref í átt til snjall flutningskerfa framtíðarinnar, þar sem sjálfkeyrandi ökutæki munu spila stóran þátt,“ segir Henrik Henriksson framkvæmdastjóri Scania.Sjálfkeyrandi vörubílar munu líklega taka við námuvinnu í framtíðinni.ScaniaScania hefur þegar framleitt vörubíla sem eru sjálfkeyrandi og eru í notkun. Hins vegar eru þeir allir með sæti fyrir ökumann, til öryggis. Scania AXL er hins vegar ekki með ökumannssæti, eða sæti yfir höfuð. Bíllinn er því hugsaður sem næstu kynslóðar sjálfkeyrandi bíll, án ökumanns. Enda ekki ætlaður til fólksflutninga. Hér að neðan má sjá myndband af Scania AXL. Bílar Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent
Scania kynnti í gær Scania AXL sem er sjálfkeyrandi hugmyndabíll, vörubíll sem er ekki með ökumannshúsi. Scania segir að námur og önnur lokuð vinnusvæði henti einkar vel fyrir sjálfkeyrandi bíla. „Með Scania AXL hugmyndabílnum erum við að taka gríðarlega stórt skref í átt til snjall flutningskerfa framtíðarinnar, þar sem sjálfkeyrandi ökutæki munu spila stóran þátt,“ segir Henrik Henriksson framkvæmdastjóri Scania.Sjálfkeyrandi vörubílar munu líklega taka við námuvinnu í framtíðinni.ScaniaScania hefur þegar framleitt vörubíla sem eru sjálfkeyrandi og eru í notkun. Hins vegar eru þeir allir með sæti fyrir ökumann, til öryggis. Scania AXL er hins vegar ekki með ökumannssæti, eða sæti yfir höfuð. Bíllinn er því hugsaður sem næstu kynslóðar sjálfkeyrandi bíll, án ökumanns. Enda ekki ætlaður til fólksflutninga. Hér að neðan má sjá myndband af Scania AXL.
Bílar Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent