Golf

Haraldur Franklín færist nær Áskorendamótaröðinni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Haraldur lék samtals á 14 höggum undir pari á Lindbyvätten Masters-mótinu.
Haraldur lék samtals á 14 höggum undir pari á Lindbyvätten Masters-mótinu. mynd/gsimyndir.net/seth

Haraldur Franklín Magnús endaði í 2. sæti á Lindbyvätten Masters-mótinu í golfi í Svíþjóð sem lauk í dag. Mótið er hluti af Nordic Golf-mótaröðinni.

Fyrir árangurinn góða á Lindbyvätten Masters fékk Haraldur 4508 stig og komst upp í 4. sætið á stigalista Nordic Golf-mótaraðarinnar.

Fjórða sætið myndi gefa Haraldi þátttökurétt á Áskorendamótaröðinni á næsta ári. Samherji hans hjá GR, Guðmundur Ágúst Kristjánsson, er þegar búinn að tryggja sér þátttökurétt á Áskorendamótaröðinni 2020.

Þetta er í fjórða sinn sem Haraldur lendir í 2. sæti á móti á Nordic Golf-mótaröðinni í ár. Hann hefur alls leikið á 20 mótum.

Haraldur lék á tveimur höggum undir pari í dag. Hann fékk þrjá fugla og einn skolla á hringnum.

Haraldur lauk leik á 14 höggum undir pari. Hann var tveimur höggum á eftir sigurvegaranum Tobias Ruth frá Svíþjóð.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.