DV tapaði 240 milljónum Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. september 2019 08:36 Framkvæmdastjóri útgáfufélagsins segir rekstrarumhverfið erfitt. VISIR/VILHELM Útgefandi DV og vefmiðla þess, félagið Frjáls fjölmiðlun ehf., tapaði næstum 240 milljónum króna á síðasta ári. DV greinir sjálft frá tapinu og bætir við að EBITDA afkoma, fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta, hafi verið neikvæð um 214 milljónir króna og rekstrartekjur numið 380 milljónum. Karl Garðarson, framkvæmdastjóri Frjálsrar fjölmiðlunar, setur tap félagsins í samhengi við erfiðan rekstur annarra einkarekinna miðla. Má í því samhengi nefna að útgáfufélag Morgunblaðsins, Árvakur, tapaði um 415 milljónum í fyrra.Þessar afkomutölur bendi til að staða einkarekinna miðla sé „mjög alvarleg,“ að mati Karls. Því þurfi að bregðast skjótt við til að vernda lýðræðislega umræðu í landinu - „og ekki hjálpar það forskot sem RÚV er með í formi auglýsinga og styrkja úr ríkissjóði,“ eins og Karl kemst að orði. Ætla má að þetta sé innlegg framkvæmdastjórans í yfirstandandi umræðu um þátttöku Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði, sem mennta- og menningarmálaráðherra hefur sagst vilja endurskoða. Samkvæmt ársreikningi Ríkisútvarpsins fyrir árið 2018 fékk stofnunin 4,3 milljarða króna í formi útvarpsgjalds og þá skilaði samkeppnisrekstur þess 2,3 milljörðum. Lilja Alfreðsdóttir hefur þó tekið fram að tekjumissir Ríkisútvarpsins vegna auglýsinga verði bættur upp með öðrum hætti, rétt eins og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sem vill gera það með hækkun útvarpsgjalds. Aukinheldur voru 400 milljónir króna í fjárlagafrumvarpi næsta árs eyrnamerktar stuðningi við einarekna fjölmiðla.Hvað rekstur Frjálsrar fjölmiðlunar varðar segist Karl þó hafa trú á að aðhaldsaðgerðir sem Frjáls fjölmiðlun réðst í, í lok síðasta árs, muni skila sér í heilbrigðari rekstri þegar fram líða stundir. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ráðherra ætlar sér að taka RÚV af auglýsingamarkaði Menntamálaráðherra ætlar sér að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði. Forsætisráðherra vill bæta stofnuninni upp þær tekjur með hækkuðu útvarpsgjaldi. 9. september 2019 07:15 Tap útgefanda Morgunblaðsins, Mbl og K100 áttfaldast á tveimur árum Árið 2018 reyndist Árvakri hf. erfitt en fyrirtækið var rekið með 415 milljóna króna halla. 2. september 2019 15:34 400 milljónir eyrnamerktar einkareknum fjölmiðlum Samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs sem Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, kynnti í morgun er gert ráð fyrir því að 400 milljónum verði varið í styrki til einkarekinna fjölmiðla. 6. september 2019 14:11 Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Fleiri fréttir Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Sjá meira
Útgefandi DV og vefmiðla þess, félagið Frjáls fjölmiðlun ehf., tapaði næstum 240 milljónum króna á síðasta ári. DV greinir sjálft frá tapinu og bætir við að EBITDA afkoma, fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta, hafi verið neikvæð um 214 milljónir króna og rekstrartekjur numið 380 milljónum. Karl Garðarson, framkvæmdastjóri Frjálsrar fjölmiðlunar, setur tap félagsins í samhengi við erfiðan rekstur annarra einkarekinna miðla. Má í því samhengi nefna að útgáfufélag Morgunblaðsins, Árvakur, tapaði um 415 milljónum í fyrra.Þessar afkomutölur bendi til að staða einkarekinna miðla sé „mjög alvarleg,“ að mati Karls. Því þurfi að bregðast skjótt við til að vernda lýðræðislega umræðu í landinu - „og ekki hjálpar það forskot sem RÚV er með í formi auglýsinga og styrkja úr ríkissjóði,“ eins og Karl kemst að orði. Ætla má að þetta sé innlegg framkvæmdastjórans í yfirstandandi umræðu um þátttöku Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði, sem mennta- og menningarmálaráðherra hefur sagst vilja endurskoða. Samkvæmt ársreikningi Ríkisútvarpsins fyrir árið 2018 fékk stofnunin 4,3 milljarða króna í formi útvarpsgjalds og þá skilaði samkeppnisrekstur þess 2,3 milljörðum. Lilja Alfreðsdóttir hefur þó tekið fram að tekjumissir Ríkisútvarpsins vegna auglýsinga verði bættur upp með öðrum hætti, rétt eins og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sem vill gera það með hækkun útvarpsgjalds. Aukinheldur voru 400 milljónir króna í fjárlagafrumvarpi næsta árs eyrnamerktar stuðningi við einarekna fjölmiðla.Hvað rekstur Frjálsrar fjölmiðlunar varðar segist Karl þó hafa trú á að aðhaldsaðgerðir sem Frjáls fjölmiðlun réðst í, í lok síðasta árs, muni skila sér í heilbrigðari rekstri þegar fram líða stundir.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ráðherra ætlar sér að taka RÚV af auglýsingamarkaði Menntamálaráðherra ætlar sér að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði. Forsætisráðherra vill bæta stofnuninni upp þær tekjur með hækkuðu útvarpsgjaldi. 9. september 2019 07:15 Tap útgefanda Morgunblaðsins, Mbl og K100 áttfaldast á tveimur árum Árið 2018 reyndist Árvakri hf. erfitt en fyrirtækið var rekið með 415 milljóna króna halla. 2. september 2019 15:34 400 milljónir eyrnamerktar einkareknum fjölmiðlum Samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs sem Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, kynnti í morgun er gert ráð fyrir því að 400 milljónum verði varið í styrki til einkarekinna fjölmiðla. 6. september 2019 14:11 Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Fleiri fréttir Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Sjá meira
Ráðherra ætlar sér að taka RÚV af auglýsingamarkaði Menntamálaráðherra ætlar sér að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði. Forsætisráðherra vill bæta stofnuninni upp þær tekjur með hækkuðu útvarpsgjaldi. 9. september 2019 07:15
Tap útgefanda Morgunblaðsins, Mbl og K100 áttfaldast á tveimur árum Árið 2018 reyndist Árvakri hf. erfitt en fyrirtækið var rekið með 415 milljóna króna halla. 2. september 2019 15:34
400 milljónir eyrnamerktar einkareknum fjölmiðlum Samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs sem Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, kynnti í morgun er gert ráð fyrir því að 400 milljónum verði varið í styrki til einkarekinna fjölmiðla. 6. september 2019 14:11