Handbolti

Teitur með þrjú í þriðja sigri Kristianstad

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Teitur er á sínu öðru tímabili hjá Kristianstad.
Teitur er á sínu öðru tímabili hjá Kristianstad. vísir/andri marinó

Íslendingaliðið Kristianstad er með fullt hús stiga og á toppnum eftir fyrstu þrjá leiki sína í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta. Kristianstad lagði Helsingborg að velli í kvöld, 20-24.

Teitur Örn Einarsson skoraði þrjú mörk úr sex skotum fyrir Kristianstad.

Ólafur Guðmundsson lék ekki með Kristianstad í kvöld.

Staðan var jöfn í hálfleik, 12-12, og þegar tíu mínútur voru eftir var enn jafnt, 17-17.

Kristianstad vann síðustu tíu mínúturnar 7-3 og leikinn, 20-24.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.