Viðskipti innlent

Vilja auðvelda flutning milli verðbréfamiðstöðva

Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar
Starfsemi Verðbréfmiðstöðvarinnar mun hefjast á næstu mánuðum og Nasdaq verðbréfamiðstöð að því leyti eina virka verðbréfamiðstöðin á íslenskum markaði.
Starfsemi Verðbréfmiðstöðvarinnar mun hefjast á næstu mánuðum og Nasdaq verðbréfamiðstöð að því leyti eina virka verðbréfamiðstöðin á íslenskum markaði. Fréttablaðið/Anton Brink

Verðbréfamiðstöð Íslands (VBM) hefur rekið sig á lagalegar og tæknilegar samkeppnishindranir, og telur fyrirtækið nauðsynlegt að við fyrirhugaða lagasetningu verði horft til samkeppnissjónarmiða. Þetta kemur fram í umsögn VBM um frumvarpsdrög sem ætlað er að innleiða Evrópureglugerðina CSDR en hún felur í sér auknar kröfur til verðbréfamiðstöðva.

Starfsemi Verðbréfmiðstöðvarinnar mun hefjast á næstu mánuðum og Nasdaq verðbréfamiðstöð að því leyti eina virka verðbréfamiðstöðin á íslenskum markaði. „Þess má geta að eftir að VBM boðaði innreið sína á markaðinn hefur Nasdaq verðbréfamiðstöð a.m.k. í þrígang lækkað gjaldskrá sína,“ segir í umsögninni. VBM bendir á að Nasdaq hafi reynt að byggja upp lagalegar og tæknilegar hindranir sem standa í vegi fyrir flutningi milli verðbréfamiðstöðva.

„Þess merki má raunar sjá í reglum Nasdaq verðbréfamiðstöðvar þar sem segir að óski útgefandi afskráningar þurfi fullnægjandi samþykki eigenda rafbréfanna í stað þess að ákvörðun stjórnar nægi líkt og þegar bréf eru tekin til skráningar. Sömuleiðis, að Nasdaq verðbréfamiðstöð leggur mat á það hverju sinni hvort forsendur séu til staðar til að afskrá bréfin. Miðað við reglur Nasdaq gæti t.d. einn eigandi rafbréfa staðið flutningi í vegi.“

VBM telur að einfaldasta leiðin til að tryggja samkeppni á markaðinum sé sú að útgefandi rafbréfa geti sagt upp útgáfusamningi og tekið bréfin í heild sinni til skráningar í annarri verðbréfamiðstöð. Hefur fyrirtækið, sem er í eigu Arion banka, Íslandsbanka, fimm lífeyrissjóða og einkafjárfesta, nú þegar kært Nasdaq verðbréfamiðstöð til Samkeppniseftirlitsins fyrir meinta misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Misnotkunin felist í óbreyttri varðveisluþóknun úr hendi reikningsstofnana, jafnvel þótt þær kjósi að færa réttindaskráningu yfir til VBM. Ákvað Samkeppniseftirlitið að taka málið til sérstakrar skoðunar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
3,27
21
451.148
EIM
3,11
16
126.639
SIMINN
1,32
11
407.136
VIS
1,23
2
17.490
SKEL
1,12
10
157.458

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
-1,47
11
135.730
ICESEA
-0,7
1
5.247
MAREL
-0,51
7
42.442
ICEAIR
-0,41
7
4.404
ORIGO
0
7
56.197
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.