Viðskipti innlent

Birna Hlín hætt hjá Fossum og á leið til Arion

Hörður Ægisson skrifar
Birna Hlín Káradóttir hefur verið yfirlögfræðingur Fossa í fjögur ár.
Birna Hlín Káradóttir hefur verið yfirlögfræðingur Fossa í fjögur ár. fossar

Birna Hlín Káradóttir, sem hefur starfað sem yfirlögfræðingur Fossa markaða í nærri fjögur ár, hefur sagt upp störfum hjá verðbréfafyrirtækinu. Samkvæmt heimildum Markaðarins mun Birna Hlín vera á leið til starfa hjá Arion banka.

Í tilkynningu frá Arion banka síðastliðinn mánudag var greint frá því að Jónína S. Lárusdóttir, framkvæmdastjóri lögfræðisviðs bankans, hefði óskað eftir að láta af störfum hjá bankanum. Hún hafði verið framkvæmdastjóri lögfræðisviðs og setið í framkvæmdastjórn Arion banka frá því í nóvember 2010.

Áður en Birna Hlín fór til Fossa markaða gegndi hún starfi yfirlögfræðings á árunum 2009 til ársloka 2015 hjá Straumi fjárfestingarbanka og síðar sameinuðum banka MP banka og Straums auk þess að sitja í framkvæmdastjórn Straums. Þá hefur Birna Hlín einnig starfað á lögfræðisviði Straums-Burðaráss og á einkabankasviði Landsbankans Íslands í skattaráðgjöf.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
2,84
50
304.659
BRIM
0,9
4
13.951
REITIR
0,54
6
97.741
EIM
0,53
3
22.430
MAREL
0,49
15
329.308

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-1,82
5
37.198
KVIKA
-1,49
6
94.217
ICESEA
-0,92
5
8.654
SYN
-0,91
3
26.200
HEIMA
-0,86
4
3.247
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.