Viðskipti innlent

Viaplay getur ekki sýnt frá enska boltanum eða Meistaradeildinni

Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar
Orri Hauksson, forstjóri Símans, sem hefur sýningarrétt á enska boltanum til þriggja ára.
Orri Hauksson, forstjóri Símans, sem hefur sýningarrétt á enska boltanum til þriggja ára. vísir/vilhelm

Efnisveitan Viaplay mun ekki geta sýnt frá ensku úrvalsdeildinni, Meistaradeildinni, eða veitt aðgang að öðru efni sem er háð sýningarrétti hér á landi. Þetta er mat fjarskiptafyrirtækjanna Símans og Sýnar.

Eins og greint var frá í fyrradag hefur norræna fjölmiðlafyrirtækið Nordic Entertainment Group (NENT) ákveðið að gera Íslendingum kleift að gerast áskrifendur að efnisveitunni Viaplay á fyrri helmingi næsta árs.

Í fréttatilkynningu NENT kom fram að í gegnum efnisveituna væri hægt að nálgast beinar útsendingar af fjölmörgum íþróttaviðburðum, þar á meðal af leikjum í Ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni. Síminn hefur sýningarrétt á Ensku úrvalsdeildinni en Sýn á Meistaradeildinni. Í svari Símans við fyrirspurn Markaðarins segir að Viaplay muni ekki geta sýnt frá Ensku úrvalsdeildinni.

„Svona virka samningar um sýningarrétt. Rétt eins og margir þekkja að úrval efnis á Netflix er mismunandi eftir löndum allt eftir því hvernig samningar um sýningarrétt dreifast á milli aðila og landa. Sama má segja um Amazon Prime Video og í raun allar streymisveitur. Viapla eru svo með fleira efni í sinni veitu en bara Enska boltann sem mun ekki verða aðgengilegt á Íslandi þar sem við eða aðrir erum með gilda samninga hér á landi,“ segir í svari Símans. Þá er tekið fram að Viaplay muni vafalaust virða þá samninga sem fyrir eru.

Sýn tekur í sama streng. „Að því marki sem um er að ræða efni, sem Sýn á einkarétt til sýninga á hér á landi, mun Viaplay ekki geta streymt hlutaðeigandi efni hér á landi. Þetta á meðal annars við um Meistaradeildina,“ segir í svari Sýnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
TM
1,11
8
95.885
HEIMA
0,72
5
7.403
SJOVA
0,51
9
113.062

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
LEQ
-4,97
1
7.604
ICEAIR
-4,2
80
198.405
EIM
-3,19
9
46.026
ARION
-2,79
21
442.777
SYN
-2,19
3
16.016
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.