Gísli pólfari kaupir Vigur á hundruð milljóna króna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. september 2019 14:15 Eyjan Vigur í Ísafjarðardjúpi. Vísir Gísli Jónsson, bílstjóri hjá Arctic Trucks og stundum nefndur pólfari eftir ferðalög sín á Suðurskautslandið, hefur fengið tilboð samþykkt í eyjuna Vigur í Ísafjarðardjúpi. Samkvæmt heimildum Vísis hefur Gísli áform um að stunda ferðaþjónustu í eyjunni og bæta í við það sem verið hefur hingað til.Eyjan hefur verið í sölu síðan í júní í fyrra. Davíð Ólafsson, fasteignasali hjá Borg, tjáði Vísi á þeim tíma að verðmiðinn á eyjunni væri hærra megin við 300 milljónir króna. Ýmsir orðrómar fóru í kjölfarið og snerust meðal annars um áhyggjur íbúa á Vestfjörðum af því ef eyjan kæmist í hendur erlendra aðila sem gætu ákveðið að loka eyjunni og hafa útaf fyrir sig. RÚV greindi frá því í ágúst að tilboð erlendra aðila í eyjuna hefði verið samþykkt í sumar. Hins vegar hefði staðið í viðkomandi reglur varðandi sóttkví og einangrun þegar dýr eru flutt inn til landsins. Fallið var frá tilboðinu og opnað að nýju fyrir tilboð. Gísli, sem ber titilinn pólfari á Já.is þangað sem hann hefur komið oftar en einu sinni á risabílum Arctic Trucks, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Samkvæmt heimildum Vísis er verið að hnýta um hefðbundna lausa enda við sölu á eign af þessari stærðargráðu.Gísli Jónsson ásamt félögum sínum hjá Arctic Trucks um árið þegar þeir fylgdu eftir gönguskíðagörpum frá Þýskalandi og Austurríki sem kepptu í skíðagöngu á Suðurskautslandinu. Gísli er skráður með titilinn pólfari á Já.is.Sögufræg eyjaEyjan hefur verið í eigu Salvars Baldurssonar og dánarbús bróður hans frá árinu 1994 en Salvar býr á eyjunni ásamt konu sinni Hugrúnu Magnúsdóttur. Til stendur að selja eyjuna í heild sinni með öllum húsakosti og hlunnindum.Eyjan er um 45 hektarar með um tíu hekturum ræktaðs lands. Húsakosturinn er um 700 fermetrar, þar á meðal rúmlega 200 fermetra íbúðarhús og veitingasalur sem rýmir áttatíu gesti.Vigur er sögufræg eyja og eru tvö hús þar í eigu Þjóðminjasafnsins. Annars vegar er þar eina varðveitta vindknúna kornmylla landsins úr timbri sem talið er að hafi verið reist um 1860. Hins vegar er svonefnt Viktoríuhús, timburhús sem reist var um svipað leyti, að því er kemur fram á vef Þjóðminjasafnsins. Ferðamennska á Íslandi Súðavík Tengdar fréttir Áfall fyrir ferðaþjónustuna ef nýr eigandi Vigurs myndi loka eyjunni Tæplega ellefu þúsund ferðamenn heimsækja eyjuna yfir sumarmánuðina. 9. júlí 2018 13:37 Höfðu áhuga á að flytja skíðamenn með þyrlu frá Vigur í friðlandið Vigur er enn til sölu. 26. október 2018 10:41 Eyjan Vigur í Ísafjarðardjúpi til sölu Um tíu til ellefu þúsund gestir koma í eyjuna á hverju ári og er hún sögð bjóða upp á töluverða tekjumöguleika. 4. júní 2018 13:15 Mest lesið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Sorglega lítið að frétta af árangri kynjakvóta í jafnréttisparadís Framúrskarandi fyrirtæki Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Viðskipti innlent Vara við sósum sem geta sprungið Neytendur Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Viðskipti innlent „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Sjá meira
Gísli Jónsson, bílstjóri hjá Arctic Trucks og stundum nefndur pólfari eftir ferðalög sín á Suðurskautslandið, hefur fengið tilboð samþykkt í eyjuna Vigur í Ísafjarðardjúpi. Samkvæmt heimildum Vísis hefur Gísli áform um að stunda ferðaþjónustu í eyjunni og bæta í við það sem verið hefur hingað til.Eyjan hefur verið í sölu síðan í júní í fyrra. Davíð Ólafsson, fasteignasali hjá Borg, tjáði Vísi á þeim tíma að verðmiðinn á eyjunni væri hærra megin við 300 milljónir króna. Ýmsir orðrómar fóru í kjölfarið og snerust meðal annars um áhyggjur íbúa á Vestfjörðum af því ef eyjan kæmist í hendur erlendra aðila sem gætu ákveðið að loka eyjunni og hafa útaf fyrir sig. RÚV greindi frá því í ágúst að tilboð erlendra aðila í eyjuna hefði verið samþykkt í sumar. Hins vegar hefði staðið í viðkomandi reglur varðandi sóttkví og einangrun þegar dýr eru flutt inn til landsins. Fallið var frá tilboðinu og opnað að nýju fyrir tilboð. Gísli, sem ber titilinn pólfari á Já.is þangað sem hann hefur komið oftar en einu sinni á risabílum Arctic Trucks, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Samkvæmt heimildum Vísis er verið að hnýta um hefðbundna lausa enda við sölu á eign af þessari stærðargráðu.Gísli Jónsson ásamt félögum sínum hjá Arctic Trucks um árið þegar þeir fylgdu eftir gönguskíðagörpum frá Þýskalandi og Austurríki sem kepptu í skíðagöngu á Suðurskautslandinu. Gísli er skráður með titilinn pólfari á Já.is.Sögufræg eyjaEyjan hefur verið í eigu Salvars Baldurssonar og dánarbús bróður hans frá árinu 1994 en Salvar býr á eyjunni ásamt konu sinni Hugrúnu Magnúsdóttur. Til stendur að selja eyjuna í heild sinni með öllum húsakosti og hlunnindum.Eyjan er um 45 hektarar með um tíu hekturum ræktaðs lands. Húsakosturinn er um 700 fermetrar, þar á meðal rúmlega 200 fermetra íbúðarhús og veitingasalur sem rýmir áttatíu gesti.Vigur er sögufræg eyja og eru tvö hús þar í eigu Þjóðminjasafnsins. Annars vegar er þar eina varðveitta vindknúna kornmylla landsins úr timbri sem talið er að hafi verið reist um 1860. Hins vegar er svonefnt Viktoríuhús, timburhús sem reist var um svipað leyti, að því er kemur fram á vef Þjóðminjasafnsins.
Ferðamennska á Íslandi Súðavík Tengdar fréttir Áfall fyrir ferðaþjónustuna ef nýr eigandi Vigurs myndi loka eyjunni Tæplega ellefu þúsund ferðamenn heimsækja eyjuna yfir sumarmánuðina. 9. júlí 2018 13:37 Höfðu áhuga á að flytja skíðamenn með þyrlu frá Vigur í friðlandið Vigur er enn til sölu. 26. október 2018 10:41 Eyjan Vigur í Ísafjarðardjúpi til sölu Um tíu til ellefu þúsund gestir koma í eyjuna á hverju ári og er hún sögð bjóða upp á töluverða tekjumöguleika. 4. júní 2018 13:15 Mest lesið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Sorglega lítið að frétta af árangri kynjakvóta í jafnréttisparadís Framúrskarandi fyrirtæki Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Viðskipti innlent Vara við sósum sem geta sprungið Neytendur Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Viðskipti innlent „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Sjá meira
Áfall fyrir ferðaþjónustuna ef nýr eigandi Vigurs myndi loka eyjunni Tæplega ellefu þúsund ferðamenn heimsækja eyjuna yfir sumarmánuðina. 9. júlí 2018 13:37
Höfðu áhuga á að flytja skíðamenn með þyrlu frá Vigur í friðlandið Vigur er enn til sölu. 26. október 2018 10:41
Eyjan Vigur í Ísafjarðardjúpi til sölu Um tíu til ellefu þúsund gestir koma í eyjuna á hverju ári og er hún sögð bjóða upp á töluverða tekjumöguleika. 4. júní 2018 13:15
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur