Viðskipti innlent

Þau vilja stýra fjár­mála­stöðug­leika­sviði Seðla­bankans

Atli Ísleifsson skrifar
Frá og með 1. janúar 2020 mun Fjármálaeftirlitið sameinast Seðlabankanum og verður meginmarkmið bankans þá einnig að stuðla að traustri og öruggri fjármálastarfsemi.
Frá og með 1. janúar 2020 mun Fjármálaeftirlitið sameinast Seðlabankanum og verður meginmarkmið bankans þá einnig að stuðla að traustri og öruggri fjármálastarfsemi. vísir/vilhelm
Alls sóttu níu manns um stöðu framkvæmdastjóra fjármálastöðugleikasviðs í Seðlabanka Íslands sem auglýst var til umsóknar í síðasta mánuði.

RÚV greinir frá því að í hópi umsækjenda eru Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs hjá Samtöku matvinnulífsins, Guðrún Ögmundsdóttir, forstöðumaður lausafjáráhættu og fjármálafyrirtækja hjá Seðlabankanum, og Bryndís Ásbjarnardóttir, forstöðumaður þjóðhagsvarúðar hjá Fjármálaeftirlitinu.

Þau sem sóttu um stöðuna eru:

Arnar Ingi Einarsson

Árni Árnason

Ásdís Kristjánsdóttir

Bryndís Ásbjarnardóttir

Eggert Þröstur Þórarinsson

Guðrún Ögmundsdóttir

Gunnar Jakobsson

Haukur C. Benediktsson

Þorsteinn Þorgeirsson

Í auglýsingunni sagði að Fjármálastöðugleiki sé svið innan Seðlabanka Íslands sem fylgist með þróun fjármálakerfisins bæði hér á landi og erlendis, styrk þess og skilvirkni og áhrifum efnahagslegra þátta á kerfið í heild sinni. Meginviðfangsefni sviðsins sé greining á áhættu í fjármálakerfinu og þátttöku í mótun varúðarreglna fyrir fjármálakerfið. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×