Viðskipti innlent

Hundruð milljóna króna tap á rekstri Morgunblaðsins

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Árvakur tapaði tæplega 50 milljónum króna árið 2016 en hvorki Árvakur né Þórsmörk hafa skilað ársreikningi fyrir árið 2017.
Árvakur tapaði tæplega 50 milljónum króna árið 2016 en hvorki Árvakur né Þórsmörk hafa skilað ársreikningi fyrir árið 2017. Fréttablaðið/Stefán Karlsson

Eigandi útgáfufélags Morgunblaðsins, Þórsmörk ehf., tapaði um 267 milljónum króna á síðasta ári. Kjarninn greinir frá og vísar í ársreikning Hlyns A ehf. sem er stærsti eigandi útgáfufélagsins.

Þórsmörk ehf. á eina eign sem er Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins. Árvakur rekur auk Morgunblaðsins vefmiðilinn mbl.is, Eddu-útgáfu og útvarpsstöðina K100. Árvakur tapaði tæplega 50 milljónum króna árið 2016 en hvorki Árvakur né Þórsmörk hafa skilað ársreikningi fyrir árið 2017.

Hlynur A er í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur, aðaleiganda Ísfélags Vestmannaeyja.


Tengdar fréttir

Kaupfélag Skagfirðinga kaupir í Árvakri

Félagið Íslenskar sjávarafurðir, sem er í eigu Kaupfélags Skagfirðinga, hefur bætt við hlut sinn í Árvakri, útgefanda Morgunblaðsins. Félagið á nú 14,15 prósenta hlut í einkahlutafélaginu Þórsmörk, sem er eigandi Árvakurs, en átti áður rúmlega níu prósenta hlut. Félagið er þriðji stærsti eigandi Þórsmerkur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
FESTI
2,4
9
460.500
MAREL
2,11
21
654.042
EIK
1,75
5
182.750
HAGA
1,17
10
543.240
SKEL
0,99
2
24.540

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-1,57
1
5.402
KVIKA
-0,66
2
38.617
SJOVA
-0,27
1
27.525
ICEAIR
-0,22
5
3.403
ARION
-0,13
12
146.263
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.