Viðskipti innlent

Lögðu Þórsmörk til 200 milljónir í nýtt hlutafé

Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar
Höfuðstöðvar Morgunblaðsins eru í Hádegismóum.
Höfuðstöðvar Morgunblaðsins eru í Hádegismóum. vísir/vilhelm

Hlutafé Þórsmerkur, eiganda útgáfufélags Morgunblaðsins og tengdra fjölmiðla, var aukið um 200 milljónir króna í vetur. Þetta staðfestir Sigurbjörn Magnússon, stjórnarformaður Þórsmerkur, í samtali við Fréttablaðið.

Hann segir að hlutafjáraukningin hafi öll komið frá þeim hluthöfum sem fyrir voru. Hluthafahópurinn sé því óbreyttur.

„Félagið er í nýjum verkefnum og ýmsu sem þarf að standa straum af eins og gengur,“ segir Sigurbjörn í samtali við Markaðinn.

Þórsmörk á 99 prósenta hlut í Árvakri sem er útgáfufélag Morgunblaðsins, mbl.is og K100. Árvakur tapaði tapaði 284 milljónum króna árið 2017 samanborið við 50 milljóna króna tap árið 2016.

Útgáfufélagið sagði tapið skrifast á harðnandi samkeppni við Ríkisútvarpið á auglýsingamarkaði. Þá hefði launakostnaður hækkað ört og uppbygging nýrrar starfsemi kostað töluvert fé.

Stærstu hluthafar Þórsmerkur samkvæmt nýjustu tiltæku upplýsingum eru Guðbjörg Matthíasdóttir með 26 prósenta hlut og Eyþór Laxdal Arnalds með tæplega 23 prósenta hlut. Á meðal annarra hluthafa eru Kaupfélag Skagfirðinga og Skinney-Þinganes.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.