Volkswagen Group mokselur í Kína 5. september 2019 08:15 Á meðan sala bíla í Kína minnkaði um 13% jók Volkswagen söluna um 1,3%. Það skiptir bílaframleiðendur líklega mestu máli að vel gangi að selja bíla þeirra á stærsta bílamarkaði heims, í Kína. Það á sem stendur við bílarisann Volkswagen Group en í júlí jók fyrirtækið við sölu sína þrátt fyrir heilmikinn samdrátt almennt í Kína, bæði í þeim mánuði og undanfarið ár. Sala Audi-bíla í júlí jókst um 6%, sala Volkswagen-bíla um 2%, en sala Skoda-bíla dróst saman um 16%, en heildaraukningin nam 1,3%. Á meðan féll salan í Kína um 13% svo árangur Volkswagen Group verður að teljast góður og fyrirtækið hefur verulega unnið á í markaðshlutdeild að undanförnu í Kína.Stefnir í 3,8 milljón bíla sölu Á fyrstu sjö mánuðum ársins hefur VW Group selt 2,23 milljónir bíla í Kína og stefnir því í um 3,8 milljón bíla sölu þar í ár. Í ár stefnir í um 20 milljón bíla heildarsölu í Kína og því gæti markaðshlutdeild VW Group orðið um 19%. General Motors frá Bandaríkjunum hefur á undanförnum árum gengið einkar vel að selja bíla sína í Kína en þó hafa síðustu mánuðir ekki verið gjöfulir og minnkaði sala GM um 20% í júlí miðað við sama mánuð í fyrra. Margir aðrir bílaframleiðendur hafa horft á samsvarandi samdrátt að undanförnu. Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent
Það skiptir bílaframleiðendur líklega mestu máli að vel gangi að selja bíla þeirra á stærsta bílamarkaði heims, í Kína. Það á sem stendur við bílarisann Volkswagen Group en í júlí jók fyrirtækið við sölu sína þrátt fyrir heilmikinn samdrátt almennt í Kína, bæði í þeim mánuði og undanfarið ár. Sala Audi-bíla í júlí jókst um 6%, sala Volkswagen-bíla um 2%, en sala Skoda-bíla dróst saman um 16%, en heildaraukningin nam 1,3%. Á meðan féll salan í Kína um 13% svo árangur Volkswagen Group verður að teljast góður og fyrirtækið hefur verulega unnið á í markaðshlutdeild að undanförnu í Kína.Stefnir í 3,8 milljón bíla sölu Á fyrstu sjö mánuðum ársins hefur VW Group selt 2,23 milljónir bíla í Kína og stefnir því í um 3,8 milljón bíla sölu þar í ár. Í ár stefnir í um 20 milljón bíla heildarsölu í Kína og því gæti markaðshlutdeild VW Group orðið um 19%. General Motors frá Bandaríkjunum hefur á undanförnum árum gengið einkar vel að selja bíla sína í Kína en þó hafa síðustu mánuðir ekki verið gjöfulir og minnkaði sala GM um 20% í júlí miðað við sama mánuð í fyrra. Margir aðrir bílaframleiðendur hafa horft á samsvarandi samdrátt að undanförnu.
Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent