Handbolti

Ágúst Elí og félagar byrjuðu á sigri

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ágúst Elí Björgvinsson í leik með íslenska landsliðinu.
Ágúst Elí Björgvinsson í leik með íslenska landsliðinu. vísir/getty

Ríkjandi Svíþjóðarmeistarar í handbolta unnu sinn fyrsta leik í sænsku úrvalsdeildinni á nýju tímabili í dag með sigri á Eskilstuna.

Savehof vann 27-22 sigur á heimavelli sínum. Ágúst Elí Björgvinsson átti góðan leik í marki Savehof, varði 14 bolta og var með 40 prósenta markvörslu. Hann varði eina vítaskotið sem kom á hann og gaf eina stoðsendingu.

Íslendingaliðið Kristianstad vann sigur á Ystads á heimavelli.

Ólafur Andrés Guðmundsson var annar markahæstu manna Kristianstad með fimm mörk í 25-23 sigrinum. Teitur Örn Einarsson skoraði tvö mörk fyrir Kristianstad.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.