Formúla 1

Leclerc tryggði Ferrari fyrsta sigurinn á heimavelli í níu ár

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Leclerc fagnar eftir sigurinn á Monza.
Leclerc fagnar eftir sigurinn á Monza. vísir/getty

Charles Lecrec á Ferrari hrósaði sigri í Monza-kappakstrinum í dag.


Lecrec vann sína fyrstu keppni á ferlinum í Belgíu um síðustu helgi. Hann fylgdi því eftir með sigri á heimavelli Ferrari í dag. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2010 sem Ferrari vinnur á Monza.

Valterri Bottas á Mercedes varð annar. Hann var lengi vel með forystu en Lecrec tók fram úr honum þegar tveir hringir voru eftir.

Heimsmeistarinn Lewis Hamilton á Mercedes endaði í 3. sæti. Renault-ökumennirnir Daniel Ricciardo og Nico Hülkenberg röðuðu sér í sæti fjögur og fimm.

Hamilton er með örugga forystu í keppni ökuþóra. Hann er með 268 stig, 65 stigum á undan Bottas. Leclerc er í 5. sæti með 157 stig.

Mercedes er langefst í keppni bílasmiða með 471 stig. Ferrari er í 2. sæti með 326 stig.

Næsta keppni fer fram í Singapúr eftir tvær vikur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.