Viðskipti erlent

Auglýsingaveira hægir á símum

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Samanlagt náðu 1,5 milljónir Android-notenda í öppin á síðustu tólf mánuðum.
Samanlagt náðu 1,5 milljónir Android-notenda í öppin á síðustu tólf mánuðum. Vísir/Getty

Rannsakendur netöryggisfyrirtækisins Symantec greindu frá því í skýrslu sinni í gær að tvö öpp á Play Store, appverslun Google, hefðu komið fyrir falinni auglýsingaveiru í forritum símum. Veiran gerði það að verkum að það hægðist á sýktu símunum, gagnanotkun stórjókst og rafhlöðunotkun sömuleiðis.

Öppin tvö heita Idea Note: OCR Text Scanner, GTD, Color Notes og Beuty Fitness: daily workout, best HIIT coach. Samanlagt náðu 1,5 milljónir Android-notenda í öppin á síðustu tólf mánuðum og er fjöldi sýktra síma því umtalsverður.

Samkvæmt rannsakendunum báru forritin öll einkenni þess að vera ósvikin og eðlileg. Þar af leiðandi reyndist afar erfitt að koma auga á að um svindl væri að ræða og þess vegna fengu forritin að vera óáreitt í appversluninni í um ár. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
0,78
4
241.107
HAGA
0,58
1
252
REITIR
0,33
4
31.487
ARION
0,25
3
15.919
REGINN
0,12
1
242

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
-2,77
9
131.656
SKEL
-1,15
1
11.580
SYN
-0,94
4
25.388
FESTI
-0,59
1
25
VIS
-0,39
2
196
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.