Rekstur í Reykjavík Katrín Atladóttir skrifar 20. ágúst 2019 06:45 Öflugt atvinnulíf er grundvallarforsenda velsældar. Atvinnulífið þrífst ekki án hvata og fyrirtæki dafna ekki án svigrúms til fjárfestinga og hagnaðar. Lítil og meðalstór fyrirtæki eru jafn mikilvæg í samhengi hlutanna og þau stóru. Þau skapa 73% af rúmlega 150.000 störfum á almennum vinnumarkaði og greiða 69% af laununum. Háir skattar og íþyngjandi reglur erfiða rekstur þeirra. Flestir greiningaraðilar eru sammála um að veturinn verður rekstraraðilum þungur, þá sérstaklega þeim sem þjónusta ferðamenn. Við höfum nú þegar séð fréttir af veitingastöðum í Reykjavík sem leggja upp laupana í hrönnum, jafnvel staði sem átt hafa fastan stað í borginni í fjölda ára. Vandinn er margþættur. Rekstraraðilar nefna langar kjaraviðræður og miklar launahækkanir. Hækkun á hráefniskostnaði, fækkun ferðamanna, framkvæmdir, slæma upplýsingagjöf frá Reykjavíkurborg, þunga og svifaseina stjórnsýslu og slæmt aðgengi. Íþyngjandi regluverk og flókna skriffinnsku, tafir við að fá rekstrarleyfi. Framkvæmdir sem dragast á langinn leiða til þess að enginn kemst um, hvorki akandi né gangandi, og verulegur skortur er á samráði við rekstraraðila. Ríflega helmingur af verðmæti atvinnuhúsnæðis landsins er í Reykjavík. Þar er álagningarprósenta fasteignaskatts í lögbundnu hámarki. Hækkun á fasteignamati atvinnuhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu nemur ríflega 65% frá árinu 2014 til 2019. Fyrirtækin í borginni hafa ekki notið vaxtar í rekstri sínum í líkingu við hækkun fasteignagjalda undanfarin misseri. Fasteignagjöld eru langstærsti útgjaldaliður félaga sem leigja út atvinnuhúsnæði, um 70% af rekstrarkostnaði þeirra. Þessi hækkun á fasteignamati síðustu ára leiðir til hækkunar leiguverðs. Meirihlutinn felldi tillögu Sjálfstæðisflokksins um að lækka þá strax á þessu ári. Vandi fyrirtækja í Reykjavík er margþættur en hann steðjar að núna, ekki seinna. Mótvægisaðgerðir þurfa því einnig að eiga sér stað núna. Hið jákvæða er að borgin getur strax brugðist við til að létta undir með þeim. Hægt er að bæta upplýsingagjöf, samráð við rekstraraðila þegar kemur að framkvæmdum, einfalda ferla og lækka skatta. Þetta þarf að ráðast í núna, ekki síðar þegar það er of seint. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Atladóttir Reykjavík Mest lesið Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Skoðun Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Öflugt atvinnulíf er grundvallarforsenda velsældar. Atvinnulífið þrífst ekki án hvata og fyrirtæki dafna ekki án svigrúms til fjárfestinga og hagnaðar. Lítil og meðalstór fyrirtæki eru jafn mikilvæg í samhengi hlutanna og þau stóru. Þau skapa 73% af rúmlega 150.000 störfum á almennum vinnumarkaði og greiða 69% af laununum. Háir skattar og íþyngjandi reglur erfiða rekstur þeirra. Flestir greiningaraðilar eru sammála um að veturinn verður rekstraraðilum þungur, þá sérstaklega þeim sem þjónusta ferðamenn. Við höfum nú þegar séð fréttir af veitingastöðum í Reykjavík sem leggja upp laupana í hrönnum, jafnvel staði sem átt hafa fastan stað í borginni í fjölda ára. Vandinn er margþættur. Rekstraraðilar nefna langar kjaraviðræður og miklar launahækkanir. Hækkun á hráefniskostnaði, fækkun ferðamanna, framkvæmdir, slæma upplýsingagjöf frá Reykjavíkurborg, þunga og svifaseina stjórnsýslu og slæmt aðgengi. Íþyngjandi regluverk og flókna skriffinnsku, tafir við að fá rekstrarleyfi. Framkvæmdir sem dragast á langinn leiða til þess að enginn kemst um, hvorki akandi né gangandi, og verulegur skortur er á samráði við rekstraraðila. Ríflega helmingur af verðmæti atvinnuhúsnæðis landsins er í Reykjavík. Þar er álagningarprósenta fasteignaskatts í lögbundnu hámarki. Hækkun á fasteignamati atvinnuhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu nemur ríflega 65% frá árinu 2014 til 2019. Fyrirtækin í borginni hafa ekki notið vaxtar í rekstri sínum í líkingu við hækkun fasteignagjalda undanfarin misseri. Fasteignagjöld eru langstærsti útgjaldaliður félaga sem leigja út atvinnuhúsnæði, um 70% af rekstrarkostnaði þeirra. Þessi hækkun á fasteignamati síðustu ára leiðir til hækkunar leiguverðs. Meirihlutinn felldi tillögu Sjálfstæðisflokksins um að lækka þá strax á þessu ári. Vandi fyrirtækja í Reykjavík er margþættur en hann steðjar að núna, ekki seinna. Mótvægisaðgerðir þurfa því einnig að eiga sér stað núna. Hið jákvæða er að borgin getur strax brugðist við til að létta undir með þeim. Hægt er að bæta upplýsingagjöf, samráð við rekstraraðila þegar kemur að framkvæmdum, einfalda ferla og lækka skatta. Þetta þarf að ráðast í núna, ekki síðar þegar það er of seint.
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun