Ásgeir Jónsson tekinn við sem seðlabankastjóri Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. ágúst 2019 10:15 Ásgeir Jónsson í Seðlabankanum í morgun. vísir/beb Ásgeir Jónsson tók í morgun formlega við störfum sem seðlabankastjóri. Hann tekur við starfinu af Má Guðmundssyni sem gegnt hefur stöðunni frá árinu 2009. Ásgeir var áður dósent og forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands og var einn fjögurra umsækjenda um embætti seðlabankastjóra sem metnir voru mjög vel hæfir í stöðuna. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, skipar í embættið en tilkynnt var um ráðningu Ásgeirs fyrir tæpum mánuði síðan. Þá kom fram að það væri mat ráðherra að Ásgeir væri hæfastur umsækjenda til að gegna embætti seðlabankastjóra að teknu tilliti til frammistöðu umsækjenda í viðtölum og efni umsagna sem leitast var eftir. Í rökstuðningi ráðherrans sagði meðal annars að sérþekking Ásgeirs á peningastefnu muni nýtast vel í starfi seðlabankastjóra. „Í því sambandi leit ráðherra meðal annars til efnis doktorsritgerðar Ásgeirs á þessu sviði, rannsókna hans og kennslu á sviðinu, ritun fræðirita og reynslu hans af ráðgjöf við stjórnvöld um umgjörð peningastefnu. Þá var það jafnframt mat ráðherra að stjórnunarhæfni Ásgeirs myndi nýtast betur en samsvarandi hæfni annarra umsækjenda í embætti seðlabankastjóra. Í því sambandi leit ráðherra meðal annars til þess sem fram kom í umsögnum um Ásgeir og frammistöðu hans í viðtali,“ sagði í rökstuðningnum. Ásgeir lauk doktorsprófi í hagfræði frá Indiana University í Bandaríkjunum árið 2001 með alþjóðafjármál, peningamálahagfræði og hagsögu sem aðalsvið. Doktorsritgerð Ásgeirs fjallaði um sveiflujöfnun yfir skamman tíma í litlu, opnu hagkerfi. Ásgeir hefur starfað við hagfræðideild Háskóla Íslands frá árinu 2004, fyrst sem lektor og síðan dósent. Ásgeir var deildarforseti við hagfræðideild frá árinu 2015 og samhliða því einnig verið efnahagsráðgjafi Virðingar og Gamma. Hann hefur gegnt öðrum ábyrgðarstörfum, meðal annars sem formaður starfshóps um endurskoðun peningastefnu og verið forstöðumaður í greiningardeild og aðalhagfræðingur Kaupþings og síðar Arion banka á árunum 2004 til 2011. Á árunum 2000 til 2004 var Ásgeir sérfræðingur hjá Hagfræðistofnun og samhliða því stundakennari við Háskóla Íslands. Seðlabankinn Tengdar fréttir Nýr seðlabankastjóri „skarpgreindur, víðsýnn og afkastamikill“ Ásgeir Jónsson, dósent og forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands hefur, eins og greint hefur verið frá, verið skipaður Seðlabankastjóri og mun taka við af Má Guðmundssyni. Ásgeir var einn fjögurra sem metnir voru mjög vel hæfir til starfsins og þótti bera af í viðtölum ásamt Gylfa Magnússyni, dósent við HÍ. 24. júlí 2019 17:14 Nýr seðlabankastjóri ætlaði að verða rithöfundur eða fornleifafræðingur Ásgeir var einn fjögurra sem voru metnir mjög vel hæfir í stöðu seðlabankastjóra og var það mat forsætisráðherra að Ásgeir væri hæfastur umsækjenda til að gegna embættinu. Edda Andrésdóttir ræddi að þessu tilefni stuttlega við Ásgeir í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. 24. júlí 2019 22:10 Segir Ásgeir vera „dogmatískan og trúheitan nýfrjálshyggju-prest“ sem aðhyllist „sjúklega“ skaðlega hugmyndafræði Formaður Eflingar segir að það sé óbærileg tilhugsun að skattpeningar láglaunafólks fari í að greiða Ásgeiri laun í embætti Seðlabankastjóra. 25. júlí 2019 13:12 Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Ásgeir Jónsson tók í morgun formlega við störfum sem seðlabankastjóri. Hann tekur við starfinu af Má Guðmundssyni sem gegnt hefur stöðunni frá árinu 2009. Ásgeir var áður dósent og forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands og var einn fjögurra umsækjenda um embætti seðlabankastjóra sem metnir voru mjög vel hæfir í stöðuna. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, skipar í embættið en tilkynnt var um ráðningu Ásgeirs fyrir tæpum mánuði síðan. Þá kom fram að það væri mat ráðherra að Ásgeir væri hæfastur umsækjenda til að gegna embætti seðlabankastjóra að teknu tilliti til frammistöðu umsækjenda í viðtölum og efni umsagna sem leitast var eftir. Í rökstuðningi ráðherrans sagði meðal annars að sérþekking Ásgeirs á peningastefnu muni nýtast vel í starfi seðlabankastjóra. „Í því sambandi leit ráðherra meðal annars til efnis doktorsritgerðar Ásgeirs á þessu sviði, rannsókna hans og kennslu á sviðinu, ritun fræðirita og reynslu hans af ráðgjöf við stjórnvöld um umgjörð peningastefnu. Þá var það jafnframt mat ráðherra að stjórnunarhæfni Ásgeirs myndi nýtast betur en samsvarandi hæfni annarra umsækjenda í embætti seðlabankastjóra. Í því sambandi leit ráðherra meðal annars til þess sem fram kom í umsögnum um Ásgeir og frammistöðu hans í viðtali,“ sagði í rökstuðningnum. Ásgeir lauk doktorsprófi í hagfræði frá Indiana University í Bandaríkjunum árið 2001 með alþjóðafjármál, peningamálahagfræði og hagsögu sem aðalsvið. Doktorsritgerð Ásgeirs fjallaði um sveiflujöfnun yfir skamman tíma í litlu, opnu hagkerfi. Ásgeir hefur starfað við hagfræðideild Háskóla Íslands frá árinu 2004, fyrst sem lektor og síðan dósent. Ásgeir var deildarforseti við hagfræðideild frá árinu 2015 og samhliða því einnig verið efnahagsráðgjafi Virðingar og Gamma. Hann hefur gegnt öðrum ábyrgðarstörfum, meðal annars sem formaður starfshóps um endurskoðun peningastefnu og verið forstöðumaður í greiningardeild og aðalhagfræðingur Kaupþings og síðar Arion banka á árunum 2004 til 2011. Á árunum 2000 til 2004 var Ásgeir sérfræðingur hjá Hagfræðistofnun og samhliða því stundakennari við Háskóla Íslands.
Seðlabankinn Tengdar fréttir Nýr seðlabankastjóri „skarpgreindur, víðsýnn og afkastamikill“ Ásgeir Jónsson, dósent og forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands hefur, eins og greint hefur verið frá, verið skipaður Seðlabankastjóri og mun taka við af Má Guðmundssyni. Ásgeir var einn fjögurra sem metnir voru mjög vel hæfir til starfsins og þótti bera af í viðtölum ásamt Gylfa Magnússyni, dósent við HÍ. 24. júlí 2019 17:14 Nýr seðlabankastjóri ætlaði að verða rithöfundur eða fornleifafræðingur Ásgeir var einn fjögurra sem voru metnir mjög vel hæfir í stöðu seðlabankastjóra og var það mat forsætisráðherra að Ásgeir væri hæfastur umsækjenda til að gegna embættinu. Edda Andrésdóttir ræddi að þessu tilefni stuttlega við Ásgeir í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. 24. júlí 2019 22:10 Segir Ásgeir vera „dogmatískan og trúheitan nýfrjálshyggju-prest“ sem aðhyllist „sjúklega“ skaðlega hugmyndafræði Formaður Eflingar segir að það sé óbærileg tilhugsun að skattpeningar láglaunafólks fari í að greiða Ásgeiri laun í embætti Seðlabankastjóra. 25. júlí 2019 13:12 Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Nýr seðlabankastjóri „skarpgreindur, víðsýnn og afkastamikill“ Ásgeir Jónsson, dósent og forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands hefur, eins og greint hefur verið frá, verið skipaður Seðlabankastjóri og mun taka við af Má Guðmundssyni. Ásgeir var einn fjögurra sem metnir voru mjög vel hæfir til starfsins og þótti bera af í viðtölum ásamt Gylfa Magnússyni, dósent við HÍ. 24. júlí 2019 17:14
Nýr seðlabankastjóri ætlaði að verða rithöfundur eða fornleifafræðingur Ásgeir var einn fjögurra sem voru metnir mjög vel hæfir í stöðu seðlabankastjóra og var það mat forsætisráðherra að Ásgeir væri hæfastur umsækjenda til að gegna embættinu. Edda Andrésdóttir ræddi að þessu tilefni stuttlega við Ásgeir í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. 24. júlí 2019 22:10
Segir Ásgeir vera „dogmatískan og trúheitan nýfrjálshyggju-prest“ sem aðhyllist „sjúklega“ skaðlega hugmyndafræði Formaður Eflingar segir að það sé óbærileg tilhugsun að skattpeningar láglaunafólks fari í að greiða Ásgeiri laun í embætti Seðlabankastjóra. 25. júlí 2019 13:12
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent