Stjórnlaust heilbrigðiskerfi? Þorsteinn Víglundsson skrifar 21. ágúst 2019 09:00 Fátt er okkur mikilvægara í samfélaginu en heilbrigðiskerfið okkar. Við reiðum okkur öll á þjónustu þess og viljum að sú þjónusta sé bæði tímanleg og af bestu mögulegu gæðum. Við erum mjög lánsöm að innan heilbrigðiskerfisins starfar afburðarhæft fólk sem á öðrum fremur heiðurinn af því að við mælumst í fremstu röð hvað heilbrigði þjóðarinnar varðar. En margt má þar þó betur fara og á Alþingi hafa allir flokkar sammælst um að setja uppbyggingu heilbrigðiskerfisins í forgang. Ríkisstjórnin hefur heitið því að stórauka útgjöld til heilbrigðismála og virðist meta árangur sinn út frá útgjaldaaukningunni einni saman en ekki þeim árangri sem hún skilar. Mestu hlýtur að skipta hversu góða þjónustu heilbrigðiskerfið veitir og því betur sem við nýtum fjármagn í opinberum rekstri þeim mun betri þjónustu getum við veitt. Á undanförnum árum hafa útgjöld til heilbrigðiskerfisins aukist mjög hratt. Frá 2016 til og með 2019 hafa útgjöld þannig aukist um tæplega 50 milljarða króna í 230 milljarða króna á þessu ári. Hér er fyrst og fremst um aukið fjármagn til rekstrar að ræða. Vandinn er hins vegar að erfitt er að greina hvaða árangri þessi mikla útgjaldaaukning hefur skilað. Fjöldi 80 ára og eldri sem bíða eftir varanlegu hjúkrunarrými hefur aukist um fimmtung. Aðgerðum í heilbrigðiskerfinu fækkaði um fimmtung milli áranna 2017 og 2018 samkvæmt samantekt Landlæknis og lítil breyting hefur orðið á fjölda þeirra sem bíða eftir aðgerð samkvæmt sömu samantekt. Athygli vekur að mesti árangur við styttingu biðlista náðist á árunum 2016 og 2017 þegar framlög til heilbrigðismála voru umtalsvert lægri. Það er því eðlilegt að spyrja hver stjórni heilbrigðiskerfinu? Hvar er ávinningurinn af þessari miklu útgjaldaaukningu til heilbrigðismála á undanförnum þremur árum? Heilbrigðisráðherra virðist hafa meiri áhyggjur af því hver veiti þjónustuna en ekki hvort hún sé veitt. Þannig hefur áherslan á tilfærslu þjónustu frá einkareknum aðilum til opinberra verið allsráðandi í stefnu núverandi ríkisstjórnar. Ekki liggja þar þó að baki neinar greiningar á hagkvæmni þeirrar áherslubreytingar. Og tölurnar sem við sjáum nú um afköst heilbrigðiskerfisins eru ekki hughreystandi.Landspítali – Stóraukin framlög skila stórauknum rekstrarhalla Sé horft til Landspítala, sem einn og sér tekur til sín ríflega fjórðung framlaga til heilbrigðiskerfisins, má sjá að framlög án fjárfestinga hafa aukist um 10 milljarða króna á þessu tímabili. Þrátt fyrir umtalsverða aukningu fjárframlaga hefur rekstrartap spítalans aukist. Árið 2016 nam rekstrarhalli spítalans 85 milljónum króna en nærri 1.500 milljónum króna tap varð á rekstri hans á síðasta ári. Samkvæmt nýlegum fréttum stefnir í allt að 5.000 milljón króna tap á yfirstandandi ári, þrátt fyrir að framlög ríkisins til rekstrar hafi verið aukin um 5,5 milljarða króna á milli áranna 2018 og 2019. Á sama tímabili hefur lítil breyting orðið á fjölda þeirra sem leita til spítalans. 111 þúsund manns leituðu þjónustu spítalans í fyrra sem var fjölgun um 800 frá 2016. Legudögum fækkaði á sama tíma um 4% en stöðugildum fjölgaði um 6,5% á sama tímabili. Meðfylgjandi mynd sýnir samanlagðar komur og legudaga á hvert stöðugildi hjá Landspítalanum. Kalla mætti það einskonar mælikvarða á framleiðni spítalans. Eins og sjá má hefur þá dregið úr framleiðni spítalans samfellt frá árinu 2012. Rétt er að halda því til haga að mjög var þrengt að rekstri spítalans á hrunárunum og álag á starfsfólki jókst mikið. Engu að síður hlýtur þessi þróun að valda nokkrum áhyggjum.Hvert stefnir ráðherra? Hvernig stendur á því að lítil sem enginn árangur virðist merkjanlegur í þjónustu þess þrátt fyrir stóraukin útgjöld? Hvernig stendur á því að rekstrartap Landspítala hefur aukist svo mikið þrátt fyrir stóraukin framlög? Á sama tíma er því haldið fram að hagkvæmast sé að fela spítalanum enn fleiri verkefni. Er kostnaður við ný verkefni sem spítalanum hafa verið falin rétt metinn? Var þeim verkefnum mögulega sinnt með hagkvæmari hætti áður? Getur verið að stefna ríkisstjórnarinnar um ríkisvæðingu heilbrigðiskerfisins sé hvort í senn að stórauka rekstrarkostnað og draga úr afköstum? Ofangreindar tölur vekja í það ekki mikið traust á því að heilbrigðisráðherra fari vel með stjórn sína og ábyrgð á heilbrigðiskerfinu okkar.Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Fátt er okkur mikilvægara í samfélaginu en heilbrigðiskerfið okkar. Við reiðum okkur öll á þjónustu þess og viljum að sú þjónusta sé bæði tímanleg og af bestu mögulegu gæðum. Við erum mjög lánsöm að innan heilbrigðiskerfisins starfar afburðarhæft fólk sem á öðrum fremur heiðurinn af því að við mælumst í fremstu röð hvað heilbrigði þjóðarinnar varðar. En margt má þar þó betur fara og á Alþingi hafa allir flokkar sammælst um að setja uppbyggingu heilbrigðiskerfisins í forgang. Ríkisstjórnin hefur heitið því að stórauka útgjöld til heilbrigðismála og virðist meta árangur sinn út frá útgjaldaaukningunni einni saman en ekki þeim árangri sem hún skilar. Mestu hlýtur að skipta hversu góða þjónustu heilbrigðiskerfið veitir og því betur sem við nýtum fjármagn í opinberum rekstri þeim mun betri þjónustu getum við veitt. Á undanförnum árum hafa útgjöld til heilbrigðiskerfisins aukist mjög hratt. Frá 2016 til og með 2019 hafa útgjöld þannig aukist um tæplega 50 milljarða króna í 230 milljarða króna á þessu ári. Hér er fyrst og fremst um aukið fjármagn til rekstrar að ræða. Vandinn er hins vegar að erfitt er að greina hvaða árangri þessi mikla útgjaldaaukning hefur skilað. Fjöldi 80 ára og eldri sem bíða eftir varanlegu hjúkrunarrými hefur aukist um fimmtung. Aðgerðum í heilbrigðiskerfinu fækkaði um fimmtung milli áranna 2017 og 2018 samkvæmt samantekt Landlæknis og lítil breyting hefur orðið á fjölda þeirra sem bíða eftir aðgerð samkvæmt sömu samantekt. Athygli vekur að mesti árangur við styttingu biðlista náðist á árunum 2016 og 2017 þegar framlög til heilbrigðismála voru umtalsvert lægri. Það er því eðlilegt að spyrja hver stjórni heilbrigðiskerfinu? Hvar er ávinningurinn af þessari miklu útgjaldaaukningu til heilbrigðismála á undanförnum þremur árum? Heilbrigðisráðherra virðist hafa meiri áhyggjur af því hver veiti þjónustuna en ekki hvort hún sé veitt. Þannig hefur áherslan á tilfærslu þjónustu frá einkareknum aðilum til opinberra verið allsráðandi í stefnu núverandi ríkisstjórnar. Ekki liggja þar þó að baki neinar greiningar á hagkvæmni þeirrar áherslubreytingar. Og tölurnar sem við sjáum nú um afköst heilbrigðiskerfisins eru ekki hughreystandi.Landspítali – Stóraukin framlög skila stórauknum rekstrarhalla Sé horft til Landspítala, sem einn og sér tekur til sín ríflega fjórðung framlaga til heilbrigðiskerfisins, má sjá að framlög án fjárfestinga hafa aukist um 10 milljarða króna á þessu tímabili. Þrátt fyrir umtalsverða aukningu fjárframlaga hefur rekstrartap spítalans aukist. Árið 2016 nam rekstrarhalli spítalans 85 milljónum króna en nærri 1.500 milljónum króna tap varð á rekstri hans á síðasta ári. Samkvæmt nýlegum fréttum stefnir í allt að 5.000 milljón króna tap á yfirstandandi ári, þrátt fyrir að framlög ríkisins til rekstrar hafi verið aukin um 5,5 milljarða króna á milli áranna 2018 og 2019. Á sama tímabili hefur lítil breyting orðið á fjölda þeirra sem leita til spítalans. 111 þúsund manns leituðu þjónustu spítalans í fyrra sem var fjölgun um 800 frá 2016. Legudögum fækkaði á sama tíma um 4% en stöðugildum fjölgaði um 6,5% á sama tímabili. Meðfylgjandi mynd sýnir samanlagðar komur og legudaga á hvert stöðugildi hjá Landspítalanum. Kalla mætti það einskonar mælikvarða á framleiðni spítalans. Eins og sjá má hefur þá dregið úr framleiðni spítalans samfellt frá árinu 2012. Rétt er að halda því til haga að mjög var þrengt að rekstri spítalans á hrunárunum og álag á starfsfólki jókst mikið. Engu að síður hlýtur þessi þróun að valda nokkrum áhyggjum.Hvert stefnir ráðherra? Hvernig stendur á því að lítil sem enginn árangur virðist merkjanlegur í þjónustu þess þrátt fyrir stóraukin útgjöld? Hvernig stendur á því að rekstrartap Landspítala hefur aukist svo mikið þrátt fyrir stóraukin framlög? Á sama tíma er því haldið fram að hagkvæmast sé að fela spítalanum enn fleiri verkefni. Er kostnaður við ný verkefni sem spítalanum hafa verið falin rétt metinn? Var þeim verkefnum mögulega sinnt með hagkvæmari hætti áður? Getur verið að stefna ríkisstjórnarinnar um ríkisvæðingu heilbrigðiskerfisins sé hvort í senn að stórauka rekstrarkostnað og draga úr afköstum? Ofangreindar tölur vekja í það ekki mikið traust á því að heilbrigðisráðherra fari vel með stjórn sína og ábyrgð á heilbrigðiskerfinu okkar.Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar