Breytingahjólið á yfirsnúningi Eva Magnúsdóttir skrifar 21. ágúst 2019 11:30 Breytingar í átt að sjálfbærni taka tíma sem við höfum ekki lengur og margir þurfa að koma að áður en árangur er sýnilegur. Á Íslandi hefur frumkvæði komið úr ýmsum áttum, frá einstaklingum, fyrirtækjum, ríkisstjórninni, félagasamtökum og sveitarfélögum. Að hver og einn taki ábyrgð á sjálfum sér er mikilvægt en stjórnendur fyrirtækja, sveitarfélaga og landsstjórna þurfa líka að axla sína ábyrgð. Það er alltaf einhver sem ryður brautina og gerist leiðtogi breytinganna og eru nokkrar ágætar aðferðir til þess. Í fyrsta lagi geta fyrirtæki verið fyrst á markað með nýtt viðskiptamódel sem hvetja aðra í greininni til að fylgja á eftir. Í öðru lagi uppgötva þau nýja tækni eða bæta núverandi tækni til þess að lækka kostnað og ýta samkeppninni frá eldri og minna sjálbærri tækni. Í þriðja lagi geta fyrirtæki breytt skynjun viðskiptavina til sjálfbærni, og hvatt þá til þess að setja kröfur um sjálfbærni vara. Í fjórða lagi er mikilvægt að virkja starfsmenn, sýna þeim hvernig sjálfbæra viðskiptamódelið virkar, veita umbun og hugsanlega sannfæra samkeppnisaðila eða aðra í greininni til þess að fylgja. Í fimmta lagi þarf að sannfæra fjárfesta um að sjálfbær hegðun fyrirtækja sé betri fyrir afkomuna og hvetja þá til þess að krefjast sjálfbærni af öllum fyrirtækjum sem þeir fjárfesta í. Í einhverjum tilvikum hefur breytt og bætt hegðun fyrirtækja áhrif á samkeppnisaðila. Gott dæmi um það er nýtt betur þjappað og umhverfisvænna þvottaefni hjá Walmart. Minni umbúðir spöruðu hillupláss en verðið átti að vera það saman og fyrir stærri pakkningu. Stjórnendur Walmart höfðu áhyggjur af því að þeim tækist ekki að selja minni pakkninguna á sama verði og þá stærri því fólk hefði tilhneigingu til að horfa á verð og stærð á sama tíma. Ef viðskiptavinir báru saman þvottaefni frá öðrum framleiðendum var pakkningin augljóslega minni og því sagði heilinn þeim að það ætti að kosta minna. Þeir brugðu því á það ráð að hvetja samkeppnisaðila sína til að feta í fótspor þeirra. Til að gera langa sögu stutta þá tókst Walmart að ná markmiðum sínum, flutningskostnaður minnkaði og fyrirtækið sparaði 1,5 milljarða lítra af vatni, 43 milljón kg af plastefni og 57 milljón kg af pappa. Walmart var í upphafi með 25% markaðshlutdeild og þeir lögðu áherslu að fá aðra framleiðendur og samkeppnisaðila með sér í verkefnið. Stjórnendur vissu sem var að þeirra aðgerðir á svo stórum skala myndu hafa mikil áhrif á umhverfið og þannig fengu þeir hjól breytinganna til að snúast hraðar. Þeir gengu enn lengra og fengu sína birgja til þessað snúa við blaðinu. Árið 2007 var þjappað þvottaefni aðeins 22,9% af markaðnum en ári seinna var það komið upp í 76,3%. Þannig voru áhrifin margfölduð. Á sama hátt verða breytingar að veruleika þegar einstaklingar, fyrirtæki, sveitarfélög og stjórnvöld taka höndum saman þá fer hjól breytinganna á fullt skrið. Hvernig væri að bretta upp ermar því það er líka fjárhagslega hagkvæmara.Höfundur er stjórnendaráðgjafi og framkvæmdastjóri Podium ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Magnúsdóttir Samkeppnismál Umhverfismál Mest lesið Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Breytingar í átt að sjálfbærni taka tíma sem við höfum ekki lengur og margir þurfa að koma að áður en árangur er sýnilegur. Á Íslandi hefur frumkvæði komið úr ýmsum áttum, frá einstaklingum, fyrirtækjum, ríkisstjórninni, félagasamtökum og sveitarfélögum. Að hver og einn taki ábyrgð á sjálfum sér er mikilvægt en stjórnendur fyrirtækja, sveitarfélaga og landsstjórna þurfa líka að axla sína ábyrgð. Það er alltaf einhver sem ryður brautina og gerist leiðtogi breytinganna og eru nokkrar ágætar aðferðir til þess. Í fyrsta lagi geta fyrirtæki verið fyrst á markað með nýtt viðskiptamódel sem hvetja aðra í greininni til að fylgja á eftir. Í öðru lagi uppgötva þau nýja tækni eða bæta núverandi tækni til þess að lækka kostnað og ýta samkeppninni frá eldri og minna sjálbærri tækni. Í þriðja lagi geta fyrirtæki breytt skynjun viðskiptavina til sjálfbærni, og hvatt þá til þess að setja kröfur um sjálfbærni vara. Í fjórða lagi er mikilvægt að virkja starfsmenn, sýna þeim hvernig sjálfbæra viðskiptamódelið virkar, veita umbun og hugsanlega sannfæra samkeppnisaðila eða aðra í greininni til þess að fylgja. Í fimmta lagi þarf að sannfæra fjárfesta um að sjálfbær hegðun fyrirtækja sé betri fyrir afkomuna og hvetja þá til þess að krefjast sjálfbærni af öllum fyrirtækjum sem þeir fjárfesta í. Í einhverjum tilvikum hefur breytt og bætt hegðun fyrirtækja áhrif á samkeppnisaðila. Gott dæmi um það er nýtt betur þjappað og umhverfisvænna þvottaefni hjá Walmart. Minni umbúðir spöruðu hillupláss en verðið átti að vera það saman og fyrir stærri pakkningu. Stjórnendur Walmart höfðu áhyggjur af því að þeim tækist ekki að selja minni pakkninguna á sama verði og þá stærri því fólk hefði tilhneigingu til að horfa á verð og stærð á sama tíma. Ef viðskiptavinir báru saman þvottaefni frá öðrum framleiðendum var pakkningin augljóslega minni og því sagði heilinn þeim að það ætti að kosta minna. Þeir brugðu því á það ráð að hvetja samkeppnisaðila sína til að feta í fótspor þeirra. Til að gera langa sögu stutta þá tókst Walmart að ná markmiðum sínum, flutningskostnaður minnkaði og fyrirtækið sparaði 1,5 milljarða lítra af vatni, 43 milljón kg af plastefni og 57 milljón kg af pappa. Walmart var í upphafi með 25% markaðshlutdeild og þeir lögðu áherslu að fá aðra framleiðendur og samkeppnisaðila með sér í verkefnið. Stjórnendur vissu sem var að þeirra aðgerðir á svo stórum skala myndu hafa mikil áhrif á umhverfið og þannig fengu þeir hjól breytinganna til að snúast hraðar. Þeir gengu enn lengra og fengu sína birgja til þessað snúa við blaðinu. Árið 2007 var þjappað þvottaefni aðeins 22,9% af markaðnum en ári seinna var það komið upp í 76,3%. Þannig voru áhrifin margfölduð. Á sama hátt verða breytingar að veruleika þegar einstaklingar, fyrirtæki, sveitarfélög og stjórnvöld taka höndum saman þá fer hjól breytinganna á fullt skrið. Hvernig væri að bretta upp ermar því það er líka fjárhagslega hagkvæmara.Höfundur er stjórnendaráðgjafi og framkvæmdastjóri Podium ehf.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun