Golf

Danski flugdólgurinn neitar að hafa ráðist á konu í fluginu umrædda

Anton Ingi Leifsson skrifar
Olesen á mótinu sem hann keppti í áður en hann fór í flugið umrædda.
Olesen á mótinu sem hann keppti í áður en hann fór í flugið umrædda. vísir/getty

Danski kylfingurinn Thorbjörn Olesen neitar því að hafa ráðist á konu í flugi frá Nashville til London í lok síðasta mánaðar. Olesen var ofurölvi í fluginu.

Olesen sem er 29 ára gamall var á leið úr WGC-FedEx St. June Invitational golfmótinu á PGA-mótaröðinni. Það flug fór ekki vel fyrir Olesen.

Daninn var ákærður fyrir það að hafa áreitt konu í fluginu og taka utan um brjóst hennar auk þess að kyssa á henni hálsinn.

Olesen kom fram fyrir dómari í dag þar sem hann neitaði ásökunum en honum var sleppt lausum vegna tryggingar þangað til hann mætir aftur fyrir dómara þann 18. september næstkomandi.

Daninn er 64. á heimslistanum en hefur hæst komist upp í 33. sætið. Hann átti að hefja leik á Opna Norðurlandamótinu í Gautaborg í dag en það verður ekkert úr því.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.