Formúla 1

Alonso stefnir á Dakar rallið

Bragi Þórðarson skrifar
Alonso stefnir á þátttöku í sögufræga eyðimekrurrallinu á næsta ári á hinum sigursæla Toyota Hilux.
Alonso stefnir á þátttöku í sögufræga eyðimekrurrallinu á næsta ári á hinum sigursæla Toyota Hilux. Getty

Tvöfaldi Formúlu 1 meistarinn Fernando Alonso stefnir á að taka þátt í Dakar rallinu Janúar 2020. Hann hefur verið að prófa Toyota Hilux jeppann og er undirbúningur fyrir rallið kominn á fullt skrið.

Spánverjinn setti Formúlu hanskana á hilluna í lok síðasta árs og hefur verið að prófa hinar ýmsu gerðir akstursíþrótta í ár.

Hann varði titill sinn í þolakstri meðal annars með sigri í hinum sögufræga 24. stunda Le Mans kappakstri með Toyota. Nú hefur áhugi hans á rallakstri kviknað og kemur sér því vel fyrir Spánverjann að vera partur af Toyota liðinu.

Það var einmitt Toyota sem stóð uppi sem sigurvegari í Dakar rallinu í Janúar síðastliðin. Nasser Al-Attyah kom í mark sem öruggur sigurvegari á sínum Hilux til að tryggja Toyota sinn fyrsta sigur í sögufræga rallinu.

Alonso langar að vinna í eins mörgum tegundum akstursíþrótta og hægt er. ,,Eftir sigra í Formúlu 1, Le Mans og Daytona, þá er þetta stórt skref fyrir mig að færa mig af malbiki yfir á möl'' sagði Fernando við Sky Sports.

Undirbúningur fyrir rallið er kominn á fullt og stefnir Alonso á að taka þátt í Harrismith 400 rallinu í Suður-Afríku núna í september.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.