Formúla 1

Myndband | Sjáðu Formúlu bíl framtíðarinnar

Bragi Þórðarson skrifar
Formúlu bílinn mun líta svona út árið 2021.
Formúlu bílinn mun líta svona út árið 2021. Skjámynd/Youtube/FORMULA 1

Formúla 1 mun breytast verulega árið 2021 þegar að nýjar reglur koma inn. Reglubreytingar munu hafa í för með sér algjörlega nýtt útlit á Formúlu bílunum. Auk þess er markmiðið með reglubreytingunum að gera kappaksturinn skemmtilegri og auka líkur á framúrakstri.

Vandamálið við Formúlu 1 í dag er það er mjög erfitt að elta bílinn fyrir framan. Óhreina loftið sem kemur frá bílnum fyrir framan þýðir að aftari bíllinn missir of mikið grip sem bæði hægir á honum og slítur dekkjunum meira.

2021 bílarnir verða því með mun einfaldari yfirbyggingu og einfaldari vængi. Á móti kemur verður allur undirvagninn hannaður með það í leiðarljósi að þrýsta bílunum ofan í brautina án þess að óhreinka loftið of mikið fyrir þann sem eltir.

Önnur stór breyting verða dekkin. Prófíll dekkjanna mun minnka umtalsvert er Formúlu bílarnir verða á 18 tommu felgum. Einnig munu dekkjamotturnar sem hita dekkin heyra sögunni til.

Alþjóða akstursíþróttasambandið, FIA, vonast til að gefa úr reglurnar núna í haust svo að liðin hafi rúmlega ár til að hanna bílanna fyrir árið 2021.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.