Handbolti

Tvær frá Póllandi og tvær frá Svartfjallalandi í kvennaliði ÍBV í vetur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Darija Zecevic og Ksenija Dzaferovic.
Darija Zecevic og Ksenija Dzaferovic. Mynd/Fésbókin/ÍBV Handbolti

ÍBV hefur samið við tvo nýja erlenda leikmenn fyrir komandi tímabil í Olís deild kvenna í handbolta.

Nýju leikmennirnir eru þær Darija Zecevic og Ksenija Dzaferovic sem koma báðar frá Svartfjallalandi. Þetta kemur fram á fésbókarsíðu handboltans hjá ÍBV.

Darija Zecevic er 21 árs gamall markvörður sem var síðast á mála hjá Zurd Koper í Slóveníu.

Ksenija Dzaferovic er 19 ára gömul skytta og var síðast á mála hjá ŽRK Budućnost í Svartfjallalandi.

Áður hafði ÍBV samið við tvo pólska leikmenn eða þær Marta Wawrzynkowska og Karolina Olszowa. Marta er 27 ára gamall markvörður sem var síðast á mála hjá SPR Pogon Szcecin en Karolina er 26 ára gömul skytta.

Þetta þýðir að báðir markverðir ÍBV-liðsins verða erlendir leikmenn.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.