Golf

Valdís Þóra í fínni stöðu eftir fyrsta hring

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Valdís Þóra freistar þess að komast inn á LPGA-mótaröðina.
Valdís Þóra freistar þess að komast inn á LPGA-mótaröðina. vísir/getty

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Leyni, lék fyrsta hringinn á 1. stigi úrtökumótsins fyrir LPGA-mótaröðina, þá sterkustu í heimi, á pari. Leikið er á Dinah Shore-vellinum í Kaliforníu.

Valdís fékk þrjá fugla og þrjá skolla á hringnum í dag.

Þegar þetta er skrifað er Valdís í 34. sæti af þeim kylfingum sem hafa lokið leik á fyrsta keppnisdegi.

Leikið er á þremur völlum í Kaliforníu. Allir kylfingarnir leika einn hring á hverjum velli.

Skorið verður niður eftir þrjá hringi á mótinu og lokahringurinn verður svo leikinn á Dinah Shore-vellinum. Þar berjast þeir sem komust í gegnum niðurskurðinn um a.m.k. 60 laus sæti á næsta stigi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.