Handbolti

Ólafur Bjarki fingurbrotinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafur Bjarki Ragnarsson í leik í Austurríki.
Ólafur Bjarki Ragnarsson í leik í Austurríki. vísir/getty
Ólafur Bjarki Ragnarsson er kominn aftur í íslenska boltann en hann þarf hins vegar að bíða eftir fyrsta leiknum sínum í Olís deildinni.

Ólafur Bjarki varð fyrir því óláni að fingurbrotna í einum af fyrstu æfingarleikjum Stjörnuliðsins og verður frá í sex til átta vikur samkvæmt heimildum íþróttadeildar. Ólafur Bjarki braut hjá sér þumalinn.

Stjarnan mætir ÍBV út í Vestmannaeyjum í fyrsta leik 8. september næstkomandi og spilar alls fjóra deildarleiki í septembermánuði.

Ólafur Bjarki er þrítugur og á að baki 34 landsleiki fyrir Íslands hönd. Hann hefur hins vegar verið mjög óheppinn með meiðsli síðustu ár og sú ólukka ætlar að elta hann til Íslands.

Þetta verður fyrsta tímabil Ólafs Bjarka á Íslandi í sjö ár eða síðan að hann hjálpaði HK að verða Íslandsmeistari í fyrsta og eina skiptið vorið 2012.

Ólafur Bjarki hefur síðan spilað með Emsdetten og Eisenach í Þýskalandi og með Handball West Wien í Austurríki.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×