Lífið

Bein útsending: Garðpartý Bylgjunnar 2019

Tinni Sveinsson skrifar
Frá Garðpartýi Bylgjunnar í fyrra.
Frá Garðpartýi Bylgjunnar í fyrra. Vísir/Vilhelm
Árlegt Garðpartý Bylgjunnar fer fram í sjötta sinn í Hljómskálagarðinum á Menningarnótt. Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu hér fyrir neðan en hún er einnig á Stöð 2 og Bylgjunni.

Útsendingin hefst klukkan 18.30 hér á Vísi. Síðustu listamennirnir ljúka sér síðan af rétt fyrir klukkan ellefu þegar gestir rölta sem leið liggur að Arnarhóli til að fylgjast með flugeldasýningunni.

Dagskráin í Garðpartý Bylgjunnar 2019 í Hljómskálagarðinum er eftirfarandi:

18:15 Ðe Lónlí Blú bojs - söngleikurinn

18:30 Friðrik Dór og Jón Jónsson

19:00 Bubbi Morthens (ásamt sérstökum gesti, Katrínu Halldóru) og hljómsveit

19:45 Hjálmar

20:30 Króli og Katla flytja lög úr We Will Rock You

20:40 Ellen Kristjáns ásamt hljómsveit

21:10 Auður

21:45 Nýdönsk

22:25 Herra Hnetusmjör






Fleiri fréttir

Sjá meira


×