Litli maðurinn Lára G. Sigurðardóttir skrifar 26. ágúst 2019 10:00 Ég hljóp svo hratt að gangandi maður tók fram úr mér. Maður á líklega ekki að segja frá þessu en mér til málsbóta var ég að fara upp brekku, sem er minn helsti veikleiki. En það er allt í lagi. Ég þarf engin númer á palli eða medalíur. Minn hvati er að komast í tæri við náttúruna og fylla á súrefnistankinn. Og fá stinnari rass. Hreyfing er vanmetin hjá helmingi landsmanna sem fær ekki næga hreyfingu skv. Embætti landlæknis. Eftir góða hreyfingu eykst grunnefnaskiptahraði okkar í allt að tvo sólarhringa. Og ef hægt væri að setja allt það sem hreyfing gerir fyrir okkur í pillu myndi enginn hika við að taka hana: Hjartað styrkist, blóðþrýstingur og kólesteról lækka, lungun taka betur upp súrefni, líkur á krabbameini, sykursýki og heilablóðfalli minnka. Minnið batnar, þú sefur betur og ert glaðari. Þetta er brot af hinum jákvæðu hliðarverkunum hreyfingar. Þeir sem hreyfa sig reglulega – en ofgera sér ekki – geta sem sagt átt von á því að lifa lengra og betra lífi. Við áreynslu nýtir líkaminn allt að tuttugufalt meira súrefni og það er kaldhæðni að á sama tíma og Reykjavíkurmaraþon, fjölmennasti íþróttaviðburður landsins, á sér stað brenna súrefnislindir okkar. Fleiri en 74 þúsund skógareldar hafa geisað í Amason-regnskógum Brasilíu það sem af er þessu ári en fimmtungur súrefnis kemur þaðan. Maður upplifir sig veikmátta í þeirri vá sem við erum þarna minnt á. En maður er aldrei svo veikmátta að geta ekki haft áhrif. Við getum styrkt góðgerðarfélög eins og Rainforest Alliance til að stöðva eldana og í maraþoninu var mörgum góðum málefnum lagt lið með framlögum. Þar sannaðist að við litlu mennirnir getum haft áhrif – með eða án medalíu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Ég hljóp svo hratt að gangandi maður tók fram úr mér. Maður á líklega ekki að segja frá þessu en mér til málsbóta var ég að fara upp brekku, sem er minn helsti veikleiki. En það er allt í lagi. Ég þarf engin númer á palli eða medalíur. Minn hvati er að komast í tæri við náttúruna og fylla á súrefnistankinn. Og fá stinnari rass. Hreyfing er vanmetin hjá helmingi landsmanna sem fær ekki næga hreyfingu skv. Embætti landlæknis. Eftir góða hreyfingu eykst grunnefnaskiptahraði okkar í allt að tvo sólarhringa. Og ef hægt væri að setja allt það sem hreyfing gerir fyrir okkur í pillu myndi enginn hika við að taka hana: Hjartað styrkist, blóðþrýstingur og kólesteról lækka, lungun taka betur upp súrefni, líkur á krabbameini, sykursýki og heilablóðfalli minnka. Minnið batnar, þú sefur betur og ert glaðari. Þetta er brot af hinum jákvæðu hliðarverkunum hreyfingar. Þeir sem hreyfa sig reglulega – en ofgera sér ekki – geta sem sagt átt von á því að lifa lengra og betra lífi. Við áreynslu nýtir líkaminn allt að tuttugufalt meira súrefni og það er kaldhæðni að á sama tíma og Reykjavíkurmaraþon, fjölmennasti íþróttaviðburður landsins, á sér stað brenna súrefnislindir okkar. Fleiri en 74 þúsund skógareldar hafa geisað í Amason-regnskógum Brasilíu það sem af er þessu ári en fimmtungur súrefnis kemur þaðan. Maður upplifir sig veikmátta í þeirri vá sem við erum þarna minnt á. En maður er aldrei svo veikmátta að geta ekki haft áhrif. Við getum styrkt góðgerðarfélög eins og Rainforest Alliance til að stöðva eldana og í maraþoninu var mörgum góðum málefnum lagt lið með framlögum. Þar sannaðist að við litlu mennirnir getum haft áhrif – með eða án medalíu.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar