Skoðun

Fleira matur en feitt kjöt?

Davíð Þorláksson skrifar
Rætt hefur verið um að minnka, eða jafnvel banna, notkun dýraafurða í mötuneytum borgarinnar. Nú vinn ég ekki hjá borginni og á ekki börn í skóla, og það er ólíklegt að það sé að fara að breytast á næstunni, þannig að þetta kemur mér ekki beint við. En, sem áhugamaður um matvælaframleiðslu langar mig þó að velta upp nokkrum sjónarmiðum.

Meginmarkmið ætti að vera að bjóða upp á hollan, fjölbreyttan og góðan mat. Einnig þarf að huga að umhverfisáhrifum framleiðslu og flutnings og velferð og aðbúnaði dýra. Við eigum matvælaframleiðslu þar sem vel er hugsað um dýr og til dæmis sýklalyf eru ekki notuð í miklum mæli. Það er erfitt að ímynda sér betra líf fyrir dýr í matvælaframleiðslu en íslenska lambið sem fær að ganga um fjöll stærstan hluta ævi sinnar.

Það er heldur ekki svo að vegan sé alltaf hollara eða betra en dýraafurðir. Það er ekkert óhollt við það að neyta eggja og óunnins kjöts og fisks. Það er heldur ekki svo að kolefnisspor allra dýraafurða sé dýpra en alls grænmetis og ávaxta. Til dæmis er ein kaloría af eldislaxi með 1,5 g kolefnisspor en tómatur með 14. Lykilatriði hlýtur að vera að upplýsa fólk um uppruna og umhverfisáhrif matar og bjóða því svo upp á val. Á meðan langflest heimili í landinu neyta dýraafurða þá eru öfgar eins og að banna þær eða takmarka í stórum stíl ólíklegir til árangurs.




Skoðun

Skoðun

Er þetta eðli­legt?

Guðrún Árnadóttir,Guðrún Tara Sveinsdóttir,Hekla Kollmar,Þorgerður Jörundsdóttir skrifar

Sjá meira


×