Veröld sem (vonandi) verður Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 28. ágúst 2019 08:00 Hver hefði trúað fyrir nokkrum árum að stærstu efnisveitur heimsins myndu ekki búa til neitt efni sjálfar? Eða að eitt stærsta gistifyrirtæki í heimi ætti ekki eitt einasta herbergi og eitt stærsta leigubílafyrirtæki heims myndi ekki eiga einn einasta leigubíl? Og hver hefði trúað því að sumir stærstu fjárfestingarsjóðir heimsins ættu ekki krónu sjálfir? En þetta á allt við í tilviki Facebook, Snapchat, Instagram, YouTube, Airbnb, Uber og Kickstarter. Þessi dæmi sýna vel hversu hratt hlutirnir geta breyst og hvað framtíðin er óútreiknanleg. Þessu til viðbótar. Hver hefði trúað fyrir nokkrum misserum að Trump yrði forseti Bandaríkjanna og Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands? Það er virkilega auðvelt að fara aftur á bak í stað þess að fara áfram veginn. Holl lesning þessa dagana er bók Stefan Zweig, Veröld sem var. Sérstaklega á tímum Trumps, Borisar og Pútíns ásamt þeim Bolsonaro í Brasilíu, Erdogan í Tyrklandi, Orban í Ungverjalandi, Conte og Salvini á Ítalíu og Duterte á Filippseyjum. Á þessum tímum þarf Ísland að standa vörð um umburðarlyndi og frjálslyndi. Hvort tveggja er frelsi til athafna en einnig frelsi frá fátækt og fáfræði. Ef Íslendingar eru þekktir úti í hinum stóra heimi þá er það fyrir einstaka náttúrufegurð og menningarafrek. Menningarafrekin voru fyrst á sviði bókmennta, fyrir um þúsund árum, en núna eru þau helst á sviði tónlistar og sjónvarpsefnis (reyndar þarf hið opinbera að styrkja menninguna mun betur, til dæmis með margföldun sjónvarpssjóðs og tónlistarsjóðs). En fyrir utan öfluga menningu getur Ísland líka orðið boðberi frjálslyndis og umburðarlyndis úti í heimi. Hins vegar geta slík gildi brostið og æ fleiri ríkisstjórnir eru farnar að ala á ótta, þjóðrembu og þrengja að réttindum fólks. Það er nefnilega hægt að fara í hina áttina, í átt til nýsköpunar, fjölmenningar og umburðarlyndis sem eru lykilorð í veröld sem verður, vonandi. Það er sú framtíð sem við eigum að skapa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Hver hefði trúað fyrir nokkrum árum að stærstu efnisveitur heimsins myndu ekki búa til neitt efni sjálfar? Eða að eitt stærsta gistifyrirtæki í heimi ætti ekki eitt einasta herbergi og eitt stærsta leigubílafyrirtæki heims myndi ekki eiga einn einasta leigubíl? Og hver hefði trúað því að sumir stærstu fjárfestingarsjóðir heimsins ættu ekki krónu sjálfir? En þetta á allt við í tilviki Facebook, Snapchat, Instagram, YouTube, Airbnb, Uber og Kickstarter. Þessi dæmi sýna vel hversu hratt hlutirnir geta breyst og hvað framtíðin er óútreiknanleg. Þessu til viðbótar. Hver hefði trúað fyrir nokkrum misserum að Trump yrði forseti Bandaríkjanna og Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands? Það er virkilega auðvelt að fara aftur á bak í stað þess að fara áfram veginn. Holl lesning þessa dagana er bók Stefan Zweig, Veröld sem var. Sérstaklega á tímum Trumps, Borisar og Pútíns ásamt þeim Bolsonaro í Brasilíu, Erdogan í Tyrklandi, Orban í Ungverjalandi, Conte og Salvini á Ítalíu og Duterte á Filippseyjum. Á þessum tímum þarf Ísland að standa vörð um umburðarlyndi og frjálslyndi. Hvort tveggja er frelsi til athafna en einnig frelsi frá fátækt og fáfræði. Ef Íslendingar eru þekktir úti í hinum stóra heimi þá er það fyrir einstaka náttúrufegurð og menningarafrek. Menningarafrekin voru fyrst á sviði bókmennta, fyrir um þúsund árum, en núna eru þau helst á sviði tónlistar og sjónvarpsefnis (reyndar þarf hið opinbera að styrkja menninguna mun betur, til dæmis með margföldun sjónvarpssjóðs og tónlistarsjóðs). En fyrir utan öfluga menningu getur Ísland líka orðið boðberi frjálslyndis og umburðarlyndis úti í heimi. Hins vegar geta slík gildi brostið og æ fleiri ríkisstjórnir eru farnar að ala á ótta, þjóðrembu og þrengja að réttindum fólks. Það er nefnilega hægt að fara í hina áttina, í átt til nýsköpunar, fjölmenningar og umburðarlyndis sem eru lykilorð í veröld sem verður, vonandi. Það er sú framtíð sem við eigum að skapa.
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun