Heimilin sækja frekar í breytilega vexti Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 28. ágúst 2019 07:00 Mikill meirihluti nýrra óverðtryggðra útlána banka er nú á breytilegum vöxtum. Vísir/Vilhelm Á síðustu mánuðum hefur hlutfall lána á breytilegum óverðtryggðum vöxtum aukist verulega og fastir vextir hafa gefið hratt eftir. Sérfræðingur hjá Arion banka segir að með fleiri lán á breytilegum vöxtum sé seðlabankinn í betri stöðu til að ýta undir hagvöxt með beitingu stýrivaxta. „Því fleiri heimili sem velja breytilega vexti umfram fasta vexti, þeim mun meiri áhrif hafa vaxtaákvarðanir Seðlabankans á heimilisbókhaldið. Seðlabankinn er þannig í betri stöðu til að kæla hagkerfið eða ýta undir hagvöxt,“ segir Gunnar Bjarni Viðarsson, sérfræðingur í greiningardeild Arion banka, í samtali við Markaðinn. Frá því að lífskjarasamningurinn var undirritaður í byrjun apríl og út júlímánuð hafa ný óverðtryggð útlán íslensku viðskiptabankanna numið tæplega 26,6 milljónum króna og þar af voru 21,2 milljarðar á breytilegum vöxtum. Hlutfall breytilegra vaxta nam því 79,8 prósentum á tímabilinu. Ef horft er til síðustu sex mánaðanna fyrir lífskjarasamninginn námu útlánin 59,1 milljarði króna og þar af voru 46 milljarðar á föstum vöxtum, eða um 77,9 prósent af heildinni. Þannig hafa hlutföllin á milli lána á breytilegum og föstum vöxtum snúist við í kringum undirritun kjarasamninga í vor. Fastir vextir voru mun vinsælli valkostur framan af vetri eða allt þangað til í febrúar þegar hlutfallið varð jafnt. Það hélst nokkuð jafnt fram í maí þegar eftirspurn eftir breytilegum vöxtum jókst til muna.Grafík/FréttablaðiðMunurinn var sérstaklega mikill í júní og júlí en þá námu ný óverðtryggð útlán á breytilegum vöxtum samtals 12,4 milljörðum. Fjárhæð sömu lána á föstum vöxtum var neikvæð um 380 milljónir á tímabilinu sem þýðir að uppgreiðsla slíkra lána var meiri en lántaka. Það hefur ekki gerst síðan sumarið 2017. Gunnar Bjarni segir að gangur hagkerfisins síðustu misseri geti skýrt þennan viðsnúning að einhverju leyti. „Mig grunar að umræðan eftir fall WOW og undirritun lífskjarasamningsins, og væntingar um lækkandi stýrivexti hafi ýtt við fólki til að taka breytilega vexti frekar en fasta,“ segir Gunnar Bjarni. „Sem er alls ekki óskynsamlegt í umhverfinu sem við erum í núna. Greiningardeildir bankanna hafa allir spáð því að Seðlabankinn muni lækka um 25 punkta og miðað við umræðuna er ekki skrýtið að fólk sé að velja breytilega vexti umfram fasta,“ segir hann en í dag kynnir Seðlabankinn vaxtaákvörðun sína. Gunnar Bjarni bætir við að eftir veikingu krónunnar í vetur hafi gengið róast og haldist á stöðugu verðbili síðan kjarasamningar voru undirritaðir. Stöðugt gengi geti hafa róað lántakendur. Þá segir hann að tölurnar bendi til þess að heimilin fylgist náið með gangi hagkerfisins. Mjög jákvætt sé að umræðan og væntingar um þróun vaxta hafi áhrif á ákvarðanir heimilanna. „Síðan verður áhugavert hvernig þróunin verður næstu misseri. Með hverri lækkun stýrivaxta minnka líkur á frekari lækkunum. Fastir vextir lækka væntanlega einnig með lækkun stýrivaxta sem ætti að auka hvata til að festa vexti á ný.“ Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira
Á síðustu mánuðum hefur hlutfall lána á breytilegum óverðtryggðum vöxtum aukist verulega og fastir vextir hafa gefið hratt eftir. Sérfræðingur hjá Arion banka segir að með fleiri lán á breytilegum vöxtum sé seðlabankinn í betri stöðu til að ýta undir hagvöxt með beitingu stýrivaxta. „Því fleiri heimili sem velja breytilega vexti umfram fasta vexti, þeim mun meiri áhrif hafa vaxtaákvarðanir Seðlabankans á heimilisbókhaldið. Seðlabankinn er þannig í betri stöðu til að kæla hagkerfið eða ýta undir hagvöxt,“ segir Gunnar Bjarni Viðarsson, sérfræðingur í greiningardeild Arion banka, í samtali við Markaðinn. Frá því að lífskjarasamningurinn var undirritaður í byrjun apríl og út júlímánuð hafa ný óverðtryggð útlán íslensku viðskiptabankanna numið tæplega 26,6 milljónum króna og þar af voru 21,2 milljarðar á breytilegum vöxtum. Hlutfall breytilegra vaxta nam því 79,8 prósentum á tímabilinu. Ef horft er til síðustu sex mánaðanna fyrir lífskjarasamninginn námu útlánin 59,1 milljarði króna og þar af voru 46 milljarðar á föstum vöxtum, eða um 77,9 prósent af heildinni. Þannig hafa hlutföllin á milli lána á breytilegum og föstum vöxtum snúist við í kringum undirritun kjarasamninga í vor. Fastir vextir voru mun vinsælli valkostur framan af vetri eða allt þangað til í febrúar þegar hlutfallið varð jafnt. Það hélst nokkuð jafnt fram í maí þegar eftirspurn eftir breytilegum vöxtum jókst til muna.Grafík/FréttablaðiðMunurinn var sérstaklega mikill í júní og júlí en þá námu ný óverðtryggð útlán á breytilegum vöxtum samtals 12,4 milljörðum. Fjárhæð sömu lána á föstum vöxtum var neikvæð um 380 milljónir á tímabilinu sem þýðir að uppgreiðsla slíkra lána var meiri en lántaka. Það hefur ekki gerst síðan sumarið 2017. Gunnar Bjarni segir að gangur hagkerfisins síðustu misseri geti skýrt þennan viðsnúning að einhverju leyti. „Mig grunar að umræðan eftir fall WOW og undirritun lífskjarasamningsins, og væntingar um lækkandi stýrivexti hafi ýtt við fólki til að taka breytilega vexti frekar en fasta,“ segir Gunnar Bjarni. „Sem er alls ekki óskynsamlegt í umhverfinu sem við erum í núna. Greiningardeildir bankanna hafa allir spáð því að Seðlabankinn muni lækka um 25 punkta og miðað við umræðuna er ekki skrýtið að fólk sé að velja breytilega vexti umfram fasta,“ segir hann en í dag kynnir Seðlabankinn vaxtaákvörðun sína. Gunnar Bjarni bætir við að eftir veikingu krónunnar í vetur hafi gengið róast og haldist á stöðugu verðbili síðan kjarasamningar voru undirritaðir. Stöðugt gengi geti hafa róað lántakendur. Þá segir hann að tölurnar bendi til þess að heimilin fylgist náið með gangi hagkerfisins. Mjög jákvætt sé að umræðan og væntingar um þróun vaxta hafi áhrif á ákvarðanir heimilanna. „Síðan verður áhugavert hvernig þróunin verður næstu misseri. Með hverri lækkun stýrivaxta minnka líkur á frekari lækkunum. Fastir vextir lækka væntanlega einnig með lækkun stýrivaxta sem ætti að auka hvata til að festa vexti á ný.“
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira