Formúla 1

Tvær nýjar keppnir í Formúlunni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
vísir/getty

Dagatalið fyrir næsta tímabil í Formúlu 1 var birt í dag og þá kom í ljós að búið er að bæta við tveimur keppnum.

Alls verða 22 keppni á næsta ári. Þýskaland verður ekki með keppni en á móti koma keppnir í Hollandi og Víetnam. Það bætist því eitt við og aldrei hafa fleiri keppnir farið fram í Formúlunni.

Tímabilið byrjar þann 15. mars í Ástralíu en endar þann 29. nóvember í Abú Dabí.

Þetta skref sem F1 tekur núna er í takti við áætlanir en framtíðarmúsíkin hljómar upp á 24 keppnir á einu tímabili.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.