Formúla 1

Tvær nýjar keppnir í Formúlunni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
vísir/getty
Dagatalið fyrir næsta tímabil í Formúlu 1 var birt í dag og þá kom í ljós að búið er að bæta við tveimur keppnum.

Alls verða 22 keppni á næsta ári. Þýskaland verður ekki með keppni en á móti koma keppnir í Hollandi og Víetnam. Það bætist því eitt við og aldrei hafa fleiri keppnir farið fram í Formúlunni.

Tímabilið byrjar þann 15. mars í Ástralíu en endar þann 29. nóvember í Abú Dabí.

Þetta skref sem F1 tekur núna er í takti við áætlanir en framtíðarmúsíkin hljómar upp á 24 keppnir á einu tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×