Fimmtudagsbolti hjá Wolves og Steven Gerrard í vetur

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmenn Wolves fagna sigri í kvöld.
Leikmenn Wolves fagna sigri í kvöld. vísir/getty
Wolves tryggði sér sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í vetur eftir 2-1 sigur á Torino í síðari leik liðanna í forkeppni Evrópudeildarinnar.Fyrri leiknum lauk með 3-2 sigri Wolves í fjörugum leik á Ítalíu og það var Portúgalinn Raul Jimenez sem kom Wolves yfir á 30. mínútu.Þannig stóðu leikar þangað til á 57. mínútu er Andrea Belotti jafnaði metin. Einungis mínútu síðar komst Wolves aftur yfir með marki Leander Dendoncker.

Fleiri urðu mörkin ekki og samanlagt 5-3 sigur Wolves sem spilar fimmtudagsbolta í Evrópudeildinni í vetur.Steven Gerrard og lærisveinar hans verða einnig í riðlakeppninni í vetur eftir að Alfredo Morales skoraði sigurmarkið á 90. mínútu gegn Legia Varsjá.

Fyrri leiknum lauk með markalausu jafntefli og mark Alfredo var fyrsta og eina mark leiksins í Skotlandi í kvöld. Dramatík hjá Gerrard.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.