Viðskipti innlent

Origo sagði upp átta manns

Birgir Olgeirsson skrifar
Finnur Oddsson er forstjóri Origo
Finnur Oddsson er forstjóri Origo Vísir/Vilhelm
Origo sagði upp átta manns í vikunni en forstjóri fyrirtækisins segir þetta lið í áherslubreytingu. Tæplega 500 manns starfa hjá Origo en mbl.is sagði fyrst frá.

Finnur Oddsson, forstjóri Origo, segir í samtali við Vísi að með uppsögnunum sé verið að ná fram hagræðinu á ákveðnum sviðum fyrirtækisins á meðan bætt verður í á öðrum sviðum. Origo sagði upp tíu til fimmtán manns í vor. 

Sala á notendabúnaði og ákveðnum hlutum sem tengjast rekstrarþjónustu hefur verið heldur hægari á meðan mikil aukning hefur orðið á sölu og þróun hugbúnaðar.

Þá er fyrirtækið að undirbúa breytingar á vaktþjónustu sem mun hafa áhrif á fimm starfsmenn sem halda þó áfram með verkefni hjá fyrirtækinu.

Origo kynnti uppgjör fyrri árshelmings þessa árs í síðustu viku en þar kom fram að 6,2 prósenta tekjusamdráttur var á sölu á vöru og þjónustu.

Var rekstur Origo sagður ágætur miðað við aðstæður, betri en á síðasta ári, en þó heldur undir væntingum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×