Körfubolti

Frank Aron Booker fetar í fótspor föðurs síns og spilar með Val í vetur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Frank Aron Booker í Valstreyjunni og boðinn velkominn af Ágústi Björgvinssyni þjálfara.
Frank Aron Booker í Valstreyjunni og boðinn velkominn af Ágústi Björgvinssyni þjálfara. Mynd/Valur
Íslenski landsliðsmaðurnn Frank Aron Booker hefur skrifað undir samning við Val og mun spila með liðinu í Domino´s deild karla í körfubolta í vetur.Ágúst Björgvinsson staðfesti þetta við Vísi í dag en áður hafði Valur samið við Pavel Ermolinskij og fyrrum Kentucky leikmanninn Dominique Hawkins.Faðir hans Arons spilaði með Val fyrir 25 árum síðan en Frank Aron Booker yngri fæddist á Íslandi og bjó þar fyrstu ellefu ár ævi sinnar.Frank Aron Booker spilaði á síðasta tímabili með franska félaginu ALM Évreux þar sem hann var með 8,7 stig að meðaltali á 21,6 mínútum í leik. Frank Aron spilaði síðan sína fyrstu A-landsleiki í Evrópukeppninni í haust.Frank Aron Booker er 25 ára og 191 sentímetra skotbakvörður sem spilaði með Oklahoma (2013–2015), Florida Atlantic (2015–2017) og South Carolina (2017–2018) í bandaríska háskólaboltanum áður en hann fór í atvinnumennsku.Frank Aron Booker fetar með þessu í fórspor föðurs síns sem spilað með Val frá 1991 til 1994. Booker var í aðalhlutverki hjá Val þegar liðið fór síðast í lokaúrslitin um Íslandsmeistaratitilinn vorið 1992.Frank Booker eldri skoraði 31,1 stig að meðaltali á síðasta tímabili sínu með Val 1993-94 og var þá einnig með 5,3 stoðsendingar að meðaltali í leik.Frank eldri var mikil þriggja stiga skytta og Frank Aron er það líka.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.