Körfubolti

Frank Aron Booker fetar í fótspor föðurs síns og spilar með Val í vetur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Frank Aron Booker í Valstreyjunni og boðinn velkominn af Ágústi Björgvinssyni þjálfara.
Frank Aron Booker í Valstreyjunni og boðinn velkominn af Ágústi Björgvinssyni þjálfara. Mynd/Valur

Íslenski landsliðsmaðurnn Frank Aron Booker hefur skrifað undir samning við Val og mun spila með liðinu í Domino´s deild karla í körfubolta í vetur.

Ágúst Björgvinsson staðfesti þetta við Vísi í dag en áður hafði Valur samið við Pavel Ermolinskij og fyrrum Kentucky leikmanninn Dominique Hawkins.

Faðir hans Arons spilaði með Val fyrir 25 árum síðan en Frank Aron Booker yngri fæddist á Íslandi og bjó þar fyrstu ellefu ár ævi sinnar.

Frank Aron Booker spilaði á síðasta tímabili með franska félaginu ALM Évreux þar sem hann var með 8,7 stig að meðaltali á 21,6 mínútum í leik. Frank Aron spilaði síðan sína fyrstu A-landsleiki í Evrópukeppninni í haust.

Frank Aron Booker er 25 ára og 191 sentímetra skotbakvörður sem spilaði með Oklahoma (2013–2015), Florida Atlantic (2015–2017) og South Carolina (2017–2018) í bandaríska háskólaboltanum áður en hann fór í atvinnumennsku.

Frank Aron Booker fetar með þessu í fórspor föðurs síns sem spilað með Val frá 1991 til 1994. Booker var í aðalhlutverki hjá Val þegar liðið fór síðast í lokaúrslitin um Íslandsmeistaratitilinn vorið 1992.

Frank Booker eldri skoraði 31,1 stig að meðaltali á síðasta tímabili sínu með Val 1993-94 og var þá einnig með 5,3 stoðsendingar að meðaltali í leik.

Frank eldri var mikil þriggja stiga skytta og Frank Aron er það líka.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.