Golf

Guðmundur Ágúst með fimm fugla á fyrri níu holunum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guðmundur Ágúst var í stuði á fyrri níu holunum.
Guðmundur Ágúst var í stuði á fyrri níu holunum. mynd/gsímyndir.net/seth
Guðmundur Ágúst Kristjánsson fékk fimm fugla á fyrri níu holunum á þriðja hringnum á Íslandsmótinu í golfi sem fer fram á Grafarholtsvelli.

Guðmundur Ágúst, sem var í 7. sæti eftir fyrstu tvo hringina, er kominn í toppsætið ásamt Andra Þór Björnssyni. Þeir eru báðir á samtals sjö höggum undir pari.

Viktor Ingi Einarsson er þriðji á samtals sex höggum undir pari.

Íslandsmeistarinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir er með sex högga forystu í kvennaflokki. Hún lék fyrri níu holurnar á þriðja hringnum á einu höggi undir pari. Guðrún Brá er samtals á fjórum höggum undir pari.

Nína Björk Geirsdóttir og Saga Traustadóttir eru jafnar í 2. sæti á samtals tveimur höggum yfir pari.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.