Golf

Guðmundur Ágúst með fimm fugla á fyrri níu holunum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guðmundur Ágúst var í stuði á fyrri níu holunum.
Guðmundur Ágúst var í stuði á fyrri níu holunum. mynd/gsímyndir.net/seth

Guðmundur Ágúst Kristjánsson fékk fimm fugla á fyrri níu holunum á þriðja hringnum á Íslandsmótinu í golfi sem fer fram á Grafarholtsvelli.

Guðmundur Ágúst, sem var í 7. sæti eftir fyrstu tvo hringina, er kominn í toppsætið ásamt Andra Þór Björnssyni. Þeir eru báðir á samtals sjö höggum undir pari.

Viktor Ingi Einarsson er þriðji á samtals sex höggum undir pari.

Íslandsmeistarinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir er með sex högga forystu í kvennaflokki. Hún lék fyrri níu holurnar á þriðja hringnum á einu höggi undir pari. Guðrún Brá er samtals á fjórum höggum undir pari.

Nína Björk Geirsdóttir og Saga Traustadóttir eru jafnar í 2. sæti á samtals tveimur höggum yfir pari.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.