Körfubolti

Þór dregur kvennaliðið úr keppni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Þór endaði í 3. sæti 1. deildar á síðasta tímabili.
Þór endaði í 3. sæti 1. deildar á síðasta tímabili. mynd/heimasíða þórs

Þór Ak. hefur dregið lið sitt úr keppni í 1. deild kvenna í körfubolta fyrir tímabilið 2019-20.

Á frétt á heimasíðu Þórs kemur fram að félagið hafi misst marga lykilmenn frá síðasta tímabili og hópurinn sé orðinn mjög fámennur.

Þá segir að þær efnilegu stúlkur sem eru í yngri flokkum Þórs séu fullungar til að spila í meistaraflokki. Þór mun þess í stað fara af stað með stúlknaflokk og byggja upp til framtíðar.

Stjórn körfuknattleiksdeildar Þórs vonast til að stuðningsmenn liðsins sýni ákvörðuninni skilning.

Átta lið taka þátt í 1. deild kvenna á næsta tímabili: Stjarnan, Njarðvík, Keflavík b, Fjölnir, Tindastóll, Grindavík b, ÍR og Hamar.

Fréttina má lesa með því að smella hér.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.