Körfubolti

Þór dregur kvennaliðið úr keppni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Þór endaði í 3. sæti 1. deildar á síðasta tímabili.
Þór endaði í 3. sæti 1. deildar á síðasta tímabili. mynd/heimasíða þórs
Þór Ak. hefur dregið lið sitt úr keppni í 1. deild kvenna í körfubolta fyrir tímabilið 2019-20.

Á frétt á heimasíðu Þórs kemur fram að félagið hafi misst marga lykilmenn frá síðasta tímabili og hópurinn sé orðinn mjög fámennur.

Þá segir að þær efnilegu stúlkur sem eru í yngri flokkum Þórs séu fullungar til að spila í meistaraflokki. Þór mun þess í stað fara af stað með stúlknaflokk og byggja upp til framtíðar.

Stjórn körfuknattleiksdeildar Þórs vonast til að stuðningsmenn liðsins sýni ákvörðuninni skilning.

Átta lið taka þátt í 1. deild kvenna á næsta tímabili: Stjarnan, Njarðvík, Keflavík b, Fjölnir, Tindastóll, Grindavík b, ÍR og Hamar.

Fréttina má lesa með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×