Árni Pétur ráðinn forstjóri Skeljungs Birgir Olgeirsson skrifar 13. ágúst 2019 11:10 Árni Pétur Jónsson. Stjórn Skeljungs hf. hefur ráðið Árna Pétur Jónsson, sem forstjóra félagsins, og mun ráðningin taka gildi í dag. Árni Pétur lauk Cand Oecon frá Háskóla Íslands 1991. Árni Pétur hefur víðtæka reynslu af rekstri fyrirtækja, stórra sem smárra. Hann hefur unnið með fyrirtækjum sem eru í alþjóðaviðskiptum, s.s. Vodafone, Debenhams, Zara, Top Shop og Iceland. Þá var Árni forstjóri Teymis hf þegar það var skráð í Kauphöll Íslands auk þess sem hann starfaði sem framkvæmdastjóri hjá Olís og Högum. Hin síðari ár hefur Árni Pétur verið forstjóri Tíu Ellefu (10-11)/Iceland Verslun (Iceland) og Basko, en seldi hlut sinn 2016. Árni Pétur tekur við starfinu af Hendrik Egholm sem sagði upp störfum í júní. Hendrik hafði unnið fyrir félagið í 12 ár, fyrstu 10 árin sem forstjóri dótturfélags Skeljungs í Færeyjum, Magn, en síðustu tvö ár sem forstjóri bæði Skeljungs og Magn.Hittir aftur fyrir Jón Ásgeir Árni Pétur hefur átt sæti í fjölmörgum stjórnum fyrirtækja, ýmist sem stjórnarmaður eða stjórnarformaður. Má þar nefna fyrirtæki s.s. Lyfja, Securitas, Skeljungur, Penninn, Borgun og Eldum rétt. Þá hefur Árni Pétur komið að rekstri símafyrirtækisins Kall í Færeyjum og Bónus í Færeyjum. Jón Ásgeir Jóhannesson, sjálfstæður fjárfestir og ráðgjafi, var kjörinn í stjórn Skeljungs í maí síðastliðnum en hann og Árni Pétur hafa áður átt í samstarfi. Kjarninn greinir frá því að Jón Ásgeir hafi verið forstjóri og síðar stjórnarformaður Baugs Group sem átti Haga var og var stærsti hluthafinn í Teymi þegar Árni Pétur stýrði því fyrirtæki. Í apríl síðastliðnum var greint frá því að Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir, eiginkona Jóns Ásgeirs, hafi tryggt sér rúmlega tíu prósenta hlut í Skeljungi í gegnum félag sitt 365 miðla sem rekur Fréttablaðið í gegnum útgáfufélag sitt Torg. „Með ráðningu á Árna Pétri sem forstjóra Skeljungs þá erum við að fá inn í fyrirtækið reynslu og þekkingu sem nýtist okkur til að sækja fram á við og móta fyrirtækið til framtíðar,“ er haft eftir Jens Meinhard Rasmussen, stjórnarformanni Skeljungs, í tilkynningu um ráðningu Árna Péturs. „Ég hlakka til að takast á við þetta spennandi verkefni. Ég þekki Skeljung vel og veit að þar starfar öflugt og reynslumikið fólk. Starfsemi okkar á Íslandi og í Færeyjum byggir á traustum grunni sem við ætlum að halda áfram að þróa. Rekstrarumhverfi fyrirtækisins hefur og mun taka breytingum á næstu árum, sem gerir starfið mjög áhugavert,“ er haft eftir Árna Pétri í sömu tilkynningu. Bensín og olía Vistaskipti Tengdar fréttir Egholm hættir hjá Skeljungi Hendrik mun verða stjórn félagsins innan handar um málefni þess og sinna starfi forstjóra þar til eftirmaður hans hefur verið fundinn. 8. júní 2019 09:00 Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Stjórn Skeljungs hf. hefur ráðið Árna Pétur Jónsson, sem forstjóra félagsins, og mun ráðningin taka gildi í dag. Árni Pétur lauk Cand Oecon frá Háskóla Íslands 1991. Árni Pétur hefur víðtæka reynslu af rekstri fyrirtækja, stórra sem smárra. Hann hefur unnið með fyrirtækjum sem eru í alþjóðaviðskiptum, s.s. Vodafone, Debenhams, Zara, Top Shop og Iceland. Þá var Árni forstjóri Teymis hf þegar það var skráð í Kauphöll Íslands auk þess sem hann starfaði sem framkvæmdastjóri hjá Olís og Högum. Hin síðari ár hefur Árni Pétur verið forstjóri Tíu Ellefu (10-11)/Iceland Verslun (Iceland) og Basko, en seldi hlut sinn 2016. Árni Pétur tekur við starfinu af Hendrik Egholm sem sagði upp störfum í júní. Hendrik hafði unnið fyrir félagið í 12 ár, fyrstu 10 árin sem forstjóri dótturfélags Skeljungs í Færeyjum, Magn, en síðustu tvö ár sem forstjóri bæði Skeljungs og Magn.Hittir aftur fyrir Jón Ásgeir Árni Pétur hefur átt sæti í fjölmörgum stjórnum fyrirtækja, ýmist sem stjórnarmaður eða stjórnarformaður. Má þar nefna fyrirtæki s.s. Lyfja, Securitas, Skeljungur, Penninn, Borgun og Eldum rétt. Þá hefur Árni Pétur komið að rekstri símafyrirtækisins Kall í Færeyjum og Bónus í Færeyjum. Jón Ásgeir Jóhannesson, sjálfstæður fjárfestir og ráðgjafi, var kjörinn í stjórn Skeljungs í maí síðastliðnum en hann og Árni Pétur hafa áður átt í samstarfi. Kjarninn greinir frá því að Jón Ásgeir hafi verið forstjóri og síðar stjórnarformaður Baugs Group sem átti Haga var og var stærsti hluthafinn í Teymi þegar Árni Pétur stýrði því fyrirtæki. Í apríl síðastliðnum var greint frá því að Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir, eiginkona Jóns Ásgeirs, hafi tryggt sér rúmlega tíu prósenta hlut í Skeljungi í gegnum félag sitt 365 miðla sem rekur Fréttablaðið í gegnum útgáfufélag sitt Torg. „Með ráðningu á Árna Pétri sem forstjóra Skeljungs þá erum við að fá inn í fyrirtækið reynslu og þekkingu sem nýtist okkur til að sækja fram á við og móta fyrirtækið til framtíðar,“ er haft eftir Jens Meinhard Rasmussen, stjórnarformanni Skeljungs, í tilkynningu um ráðningu Árna Péturs. „Ég hlakka til að takast á við þetta spennandi verkefni. Ég þekki Skeljung vel og veit að þar starfar öflugt og reynslumikið fólk. Starfsemi okkar á Íslandi og í Færeyjum byggir á traustum grunni sem við ætlum að halda áfram að þróa. Rekstrarumhverfi fyrirtækisins hefur og mun taka breytingum á næstu árum, sem gerir starfið mjög áhugavert,“ er haft eftir Árna Pétri í sömu tilkynningu.
Bensín og olía Vistaskipti Tengdar fréttir Egholm hættir hjá Skeljungi Hendrik mun verða stjórn félagsins innan handar um málefni þess og sinna starfi forstjóra þar til eftirmaður hans hefur verið fundinn. 8. júní 2019 09:00 Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Egholm hættir hjá Skeljungi Hendrik mun verða stjórn félagsins innan handar um málefni þess og sinna starfi forstjóra þar til eftirmaður hans hefur verið fundinn. 8. júní 2019 09:00