Körfubolti

Tróð yfir lögreglumann í fullum klæðum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Troðsla Tristan Jass.
Troðsla Tristan Jass. Skjámynd/Youtube

Það er ekki allir sem fá tækifæri til að troða yfir lögreglumann en YouTube stjarnan Tristan Jass nýtti það tækifæri til fullnustu á dögunum.

Tristan Jass er fínasti körfuboltamaður allavega þegar kemur að allskyns brellum sem henta vel fyrir myndbönd hans.

Einn daginn bauðst honum að spila leik á móti fullklæddum lögreglumanni úr Mount Pleasant lögreglunni.

Lögreglumaðurinn sér eflaust eftir því núna því Tristan Jass tróð yfir hann með tilþrifum og skellti því síðan inn á samfélagsmiðla sína.

Þessi troðsla Tristan Jass var nánast lögreglumál eins og einhver góður maður hefði komist að orði en hann slapp samt við það að vera handtekinn.

Troðsluna má sjá hér fyrir neðan.Það fylgir reyndar sögunni að lögreglumaðurinn var búinn að troða nokkrum sinnum sjálfur yfir Tristan þegar kom að troðslu leiksins.

Hér fyrir neðan má sjá meira af þessum leik stráksins við lögreglumanninn sem lætur það líklega vera að bjóða í einn á einn á næstu vakt sinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.