Segja fyrirætlanir HB Granda „ekki trúverðugar“ og greiða atkvæði gegn kaupunum Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. ágúst 2019 13:24 Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Gildi lífeyrissjóður hyggst greiða atkvæði gegn fyrirhuguðum kaupum HB Granda á sölufélögum í eigu Útgerðarfélags Reykjavíkur í Asíu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Gildi. HB Grandi hf. og Útgerðarfélag Reykjavíkur hf., stærsti hluthafi HB Granda, náðu samkomulagi í síðasta mánuði um kaup fyrrnefnda félagsins á sölufélögum þess síðarnefnda í Hong Kong, Japan og Kína. Kaupverðið samsvarar alls 31,1 milljón evra, næstum 4,4 milljörðum króna, og er tilgangur kaupanna „að styrkja stöðu HB Granda og sjávarútvegs á Íslandi á mikilvægum og vaxandi mörkuðum í Asíu,“ eins og það var orðað í tilkynningu til Kauphallarinnar.Fyrir hluthafafundi HB Granda þann 15. ágúst næstkomandi liggur tillaga um að staðfesta ákvörðun stjórnar félagsins um kaupin. Lagt er upp með að kaupin verði fjármögnuð með útgáfu á nýjum hlutum í HB Granda sem samsvarar 7,3% aukningu hlutafjár í félaginu, að því er segir í tilkynningu Gildis. Stjórn félagsins virðist þannig hafa í hyggju að hefja sölustarfsemi í Asíu með því að verja „verulegum fjármunum“ til fjárfestingar í áðurnefndum félögum Útgerðarfélags Reykjavíkur, sem sinnt hafa þessum Aísumörkuðum. Gildi setur spurningamerki við þessar fyrirætlanir HB Granda. „Viðskiptin virðast eiga sér afar skamman aðdraganda hjá stjórn félagsins. Að mati Gildis eru þessar fyrirætlanir ekki trúverðugar og ekki hefur verið sýnt fram á að aðrar leiðir séu ekki færar til þess að ná fram sömu markmiðum, mögulega með minni tilkostnaði. Viðskipti milli tengdra aðila verða að vera hafin yfir vafa og að mati sjóðsins hefur ekki tekist að sýna fram á að þessi viðskipti séu hagfelld og nauðsynleg fyrir HB Granda,“ segir í tilkynningu. Gildi lífeyrissjóður er fjórði stærsti hluthafi í HB Granda með um 8,5 prósenta hlut í félaginu. Brim Lífeyrissjóðir Markaðir Sjávarútvegur Tengdar fréttir HB Grandi kaupir sölufélög í Asíu af ÚR HB Grandi hf. og Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. hafa náð samkomulagi um kaup fyrrnefnda félagsins á sölufélögum þess síðarnefnda í Asíu. 12. júlí 2019 16:22 Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Sjá meira
Gildi lífeyrissjóður hyggst greiða atkvæði gegn fyrirhuguðum kaupum HB Granda á sölufélögum í eigu Útgerðarfélags Reykjavíkur í Asíu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Gildi. HB Grandi hf. og Útgerðarfélag Reykjavíkur hf., stærsti hluthafi HB Granda, náðu samkomulagi í síðasta mánuði um kaup fyrrnefnda félagsins á sölufélögum þess síðarnefnda í Hong Kong, Japan og Kína. Kaupverðið samsvarar alls 31,1 milljón evra, næstum 4,4 milljörðum króna, og er tilgangur kaupanna „að styrkja stöðu HB Granda og sjávarútvegs á Íslandi á mikilvægum og vaxandi mörkuðum í Asíu,“ eins og það var orðað í tilkynningu til Kauphallarinnar.Fyrir hluthafafundi HB Granda þann 15. ágúst næstkomandi liggur tillaga um að staðfesta ákvörðun stjórnar félagsins um kaupin. Lagt er upp með að kaupin verði fjármögnuð með útgáfu á nýjum hlutum í HB Granda sem samsvarar 7,3% aukningu hlutafjár í félaginu, að því er segir í tilkynningu Gildis. Stjórn félagsins virðist þannig hafa í hyggju að hefja sölustarfsemi í Asíu með því að verja „verulegum fjármunum“ til fjárfestingar í áðurnefndum félögum Útgerðarfélags Reykjavíkur, sem sinnt hafa þessum Aísumörkuðum. Gildi setur spurningamerki við þessar fyrirætlanir HB Granda. „Viðskiptin virðast eiga sér afar skamman aðdraganda hjá stjórn félagsins. Að mati Gildis eru þessar fyrirætlanir ekki trúverðugar og ekki hefur verið sýnt fram á að aðrar leiðir séu ekki færar til þess að ná fram sömu markmiðum, mögulega með minni tilkostnaði. Viðskipti milli tengdra aðila verða að vera hafin yfir vafa og að mati sjóðsins hefur ekki tekist að sýna fram á að þessi viðskipti séu hagfelld og nauðsynleg fyrir HB Granda,“ segir í tilkynningu. Gildi lífeyrissjóður er fjórði stærsti hluthafi í HB Granda með um 8,5 prósenta hlut í félaginu.
Brim Lífeyrissjóðir Markaðir Sjávarútvegur Tengdar fréttir HB Grandi kaupir sölufélög í Asíu af ÚR HB Grandi hf. og Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. hafa náð samkomulagi um kaup fyrrnefnda félagsins á sölufélögum þess síðarnefnda í Asíu. 12. júlí 2019 16:22 Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Sjá meira
HB Grandi kaupir sölufélög í Asíu af ÚR HB Grandi hf. og Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. hafa náð samkomulagi um kaup fyrrnefnda félagsins á sölufélögum þess síðarnefnda í Asíu. 12. júlí 2019 16:22