Körfubolti

Valur reynir við fleiri KR-inga

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Jón Arnór Stefánsson
Jón Arnór Stefánsson vísir/daníel

Valsmenn hafa boðið bæði Jóni Arnóri Stefánssyni og Helga Má Magnússyni að leika með liðinu í Domino's deild karla næsta vetur. Þetta segir Fréttablaðið í dag.

Valur tilkynnti Pavel Ermolinskij sem nýjan leikmann liðsins í dag. Pavel hefur verið einn af lykilmönnum KR síðustu ár og átt stóran þátt í því að KR er sexfaldur Íslandsmeistari.

Hlíðarendafélagið ætlar að reyna að tæla fleiri leikmenn úr Vesturbænum og segir Fréttablaðið bæði Jón Arnór og Helga vera með samningstilboð frá Val á borðinu.

Jón Arnór er samningslaus og hefur ekkert gefið út um það hvað hann geri í vetur. Hann lagði landsliðsskóna á hilluna fyrr á árinu.

Helgi Már var búinn að setja sína skó upp í hillu en tók þá niður aftur þegar KR kallaði eftir kröftum hans fyrir úrslitakeppnina 2018.

Reynsluboltarnir tveir eru sagðir íhuga tilboð Valsmanna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.