Körfubolti

Valur reynir við fleiri KR-inga

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Jón Arnór Stefánsson
Jón Arnór Stefánsson vísir/daníel
Valsmenn hafa boðið bæði Jóni Arnóri Stefánssyni og Helga Má Magnússyni að leika með liðinu í Domino's deild karla næsta vetur. Þetta segir Fréttablaðið í dag.Valur tilkynnti Pavel Ermolinskij sem nýjan leikmann liðsins í dag. Pavel hefur verið einn af lykilmönnum KR síðustu ár og átt stóran þátt í því að KR er sexfaldur Íslandsmeistari.Hlíðarendafélagið ætlar að reyna að tæla fleiri leikmenn úr Vesturbænum og segir Fréttablaðið bæði Jón Arnór og Helga vera með samningstilboð frá Val á borðinu.Jón Arnór er samningslaus og hefur ekkert gefið út um það hvað hann geri í vetur. Hann lagði landsliðsskóna á hilluna fyrr á árinu.Helgi Már var búinn að setja sína skó upp í hillu en tók þá niður aftur þegar KR kallaði eftir kröftum hans fyrir úrslitakeppnina 2018.Reynsluboltarnir tveir eru sagðir íhuga tilboð Valsmanna.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.