Viðskipti innlent

Hagnaður Reiknistofunnar fjórfaldast

Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar
Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri Reiknistofu bankanna.
Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri Reiknistofu bankanna. FBL/Stefán

Hagnaður Reiknistofu bankanna nam 200 milljónum króna á síðasta ári og fjórfaldaðist frá fyrra ári. Tekjur fyrirtækisins námu 5.450 milljónum króna og jukust um tæplega 6 prósent á milli ára. Þá námu rekstrargjöld samtals 4.600 milljónum og drógust saman um eina prósentu.

Stóru viðskiptabankarnir þrír eiga hátt í 90 prósenta hlut í RB. Samkvæmt sátt við Samkeppniseftirlitið þurfa þeir hins vegar að bjóða eignarhlutinn reglulega út. Í vor staðfesti Hæstiréttur að Mentis, félag í eigu Gísla Heimissonar, forstöðumanns hugbúnaðarsviðs Kortaþjónustunnar, væri réttmætur eigandi 7,2 prósenta hlutar í Reiknistofunni.

Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri RB, var í opnuviðtali í Markaðinum í vor. Sagði hún tímabært að endurskoða hömlur á samstarfi fjármálafyrirtækja um innviði. Smæð markaðarins gerði það að verkum að samstarf væri bæði fjármálafyrirtækjunum og neytendum í hag.


Tengdar fréttir

Pendúllinn sveiflast of langt í aðra áttina

Ragnhildur Geirsdóttir segir tímabært að endurskoða hömlur á samstarfi fjármálafyrirtækja um innviði. Samkeppnisforskot felist í miðlægum kerfum þar sem þau séu illframkvæmanleg í stærri ríkjum. Rétt að fá fleiri fjárfesta að RB.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REGINN
1,95
13
154.180
KVIKA
0,79
3
26.427
SIMINN
0,56
3
33.788
MAREL
0,54
25
675.501
SKEL
0,25
3
5.182

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIK
-2,88
17
153.220
SJOVA
-2,54
8
107.416
TM
-2,48
6
95.263
VIS
-2,35
1
12.050
ICEAIR
-1,32
38
108.834
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.