Viðskipti innlent

Novator og Lego leggja háar fjárhæðir í nýjan fjölspilunarleik

Birgir Olgeirsson skrifar
Björgólfur Thor Björgólfsson.
Björgólfur Thor Björgólfsson. Fréttablaðið/GVA

Novator, fjárfestingafélag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur ásamt danska leikfangaframleiðandanum Lego fjármagnað alþjóðlega tækni- og leikafyrirtækið Klang, sem var stofnað árið 2013 af Ívari Emilssyni, Oddi Snæ Magnússyni og Guðmundi Hallgrímssyni listamanni, sem jafnan er kallaður Mundi Vondi.

Fjallað er um málið á vefnum VentureBeat en upphæðin nemur rúmlega 22 milljónum Bandaríkjadala, sem samsvarar um 2,7 milljörðum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag.

Klang þróar fjölspilunarleikinn Seed og bindur fyrirtækið vonir við að hann muni endurskilgreina fjölspilunarupplifun á netinu.

Birgir Ragnarsson, sem starfar fyrir Novator Partners, segir í samtali við VentureBeat að fyrirtækið hafi verið aðdáandi Klang-leikjaframleiðandans frá upphafi. Fyrirtækið sé leiðandi í tækni og þróun og þar sé að finna mikinn skilning á tölvuleikjaumhverfinu og fulla trú á tölvuleiknum Seed.

Verður Birgir formaður stjórnar Klang-fyrirtækisins en áður var hann stjórnarformaður CCP Games sem framleiða EVE Online.

Í tölvuleiknum Seed eiga spilarar að fá tækifæri á að stjórna fleiri en einum karakter í einu. Gerist leikurinn i fjarlægri framtíð þar sem spilarar hjálpast að við að endurbyggja samfélag manna og stofna sér nýtt heimili á stórri plánetu sem svipar til jarðarinnar.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
5,4
10
48.688
SIMINN
2,7
13
449.612
HEIMA
2,61
4
332.526
ARION
2,49
27
524.765
SKEL
1,9
9
378.437

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-3,21
12
51.146
EIM
-3,01
37
189.495
ICESEA
-1,08
6
33.044
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.