Viðskipti innlent

Nýr íslenskur tölvuleikur kominn út

Sæunn Gísladóttir skrifar
Ívar, Oddur og Guðmundur stofnuðu Klang Games árið 2013.
Ívar, Oddur og Guðmundur stofnuðu Klang Games árið 2013. Mynd/Klang Games

Íslenski leikurinn ReRunners var gefinn út í gær.

Að baki honum stendur fyrirtækið Klang Games, sem Ívar Emilsson, Oddur Snær Magnússon og Guðmundur Hallgrímsson listamaður, sem jafnan er kallaður Mundi vondi, stofnuðu árið 2013.

Áður unnu Oddur og Ívar hjá tölvuleikjarisanum CCP, sem forritari og leikjahönnuður.

Ívar lýsir ReRunners sem risastórum heimi þar sem hægt er að ferðast um og keppa við aðra spilara.

„Leikurinn er í raun klassískur „platformleikur“ sem gengur út á að spila á móti öðrum og er ekki hægt að spila einn. Hann snýst um að kanna heiminn sem við höfum búið til svo þú komist lengra í leiknum og keppa í kapphlaupum í þessum heimi,“ segir Oddur. 

„Í hvert sinn sem þú spilar leikinn er það tekið upp og þú getur sent þína upptöku og áskorun til dæmis á vin þinn sem þú ert að spila á móti. Þá reynir vinur þinn að svara þinni upptöku.“

Skjáskot úr litríkum heimi ReRunners. Mynd/Klang Games

ReRunners, sem kemur út á snjallsíma, var til að byrja með prufukeyrður á Filippseyjum, Nýja-Sjálandi og í Ástralíu.

Leikurinn er í boði í App Store og á Google Play á ensku, frönsku, þýsku, ítölsku og spænsku.

Í júlí í fyrra var Klang Games metið á tæpan milljarð króna eftir hlutafjárkaup breska fjárfestingarfélagsins London Venture Capital í fyrirtækinu. Fjárfestar keyptu hlut í félaginu fyrir 630 þúsund Bandaríkjadali, eða um 85 milljónir íslenskra króna. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
2,64
22
261.354
ICEAIR
1,56
9
81.326
REGINN
1,4
16
446.712
EIK
1
14
287.832
LEQ
1
2
1.000

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
VIS
-3,16
10
134.290
SJOVA
-2,45
5
162.100
MAREL
-1,97
18
936.827
SIMINN
-1,66
6
156.170
FESTI
-1,5
6
255.290
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.