Viðskipti innlent

MAX-þoturnar ekki í notkun á þessu ári

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Icelandair heldur áfram að fljúga til Portland í vor.
Icelandair heldur áfram að fljúga til Portland í vor. Vísir/vilhelm
Icelandair gerir ekki ráð fyrir að Boeing 737 MAX-vélar verði teknar aftur í rekstur fyrir árslok, að því er fram kemur í tilkynningu frá flugfélaginu. Félagið hefur aðlagað flugáætlun sína í samræmi við áframhaldandi kyrrsetningu og aðra þróun á markaði. Þá verður ekki flogið til bandarísku borgarinnar Portland í vetur.

Heildarsætaframboð félagsins í nóvember og desember verður aukið um tæplega 3% miðað við sama tímabil 2018 . Sætaframboð til Evrópu verður aukið töluvert, t.d. til Kaupmannahafnar, Dublin, Brussel og Berlínar.

Heildarsætaframboð til Norður-Ameríku dregst hins vegar saman milli ára, sem skýrist aðallega af fækkun áfangastaða frá fyrra ári. Þá verður ekki flogið til Portland í vetur en flug þangað hefst aftur næsta vor, að því er segir í tilkynningu.

Leigusamningur einnar af þeim fimm flugvélum sem félagið bætti við flota sinn í sumar vegna kyrrsetningar MAX-vélanna hefur verið framlengdur út október næstkomandi. Hinir leigusamningarnir verða ekki framlengdir.

„Eins og fram kom í uppgjöri annars ársfjórðungs hjá félaginu, voru þegar áætluð fjárhagsleg áhrif MAX kyrrsetningarinnar metin á um 140 milljónir USD miðað við að kyrrsetningin stæði út októbermánuð en áætluð viðbótaráhrif vegna þessara breytinga liggja ekki fyrir að svo stöddu. Félagið er þegar í viðræðum við Boeing um að fá allt fjárhagslegt tjón sem hlotist hefur af kyrrsetningu vélanna bætt,“ segir í tilkynningu Icelandair.


Tengdar fréttir

Hefðu tapað 1,1 milljón flugsæta

Icelandair hefði getað tapað hátt í 1,1 milljón flugsæta vegna kyrrsetningar MAX-vélanna ef félagið hefði ekki gripið til mót­vægisaðgerða samkvæmt greiningu leiðandi greiningarfyrirtækis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×