Viðskipti innlent

Neytendur fylgist með verðbreytingum

Sighvatur Arnmundsson skrifar
Námsbækur eru nú áberandi í bókabúðum.
Námsbækur eru nú áberandi í bókabúðum. Fréttablaðið/Anton Brink
Algengasti munur á hæsta og lægsta verði á nýjum námsbókum fyrir framhaldsskóla er á bilinu 20 til 30 prósent samkvæmt nýrri verðkönnun ASÍ. Verðlagseftirlit ASÍ framkvæmdi könnunina síðastliðinn fimmtudag.Þann dag var boðið upp á 25 prósenta afslátt hjá A4 og sé tekið tillit til hans var verðið oftast lægst þar. Þar sem umræddur afsláttur gilti aðeins í þennan eina dag tekur ASÍ ekki tillit til hans. Miðað við þær forsendur reyndist Penninn oftast vera með lægsta verðið eða í 37 tilfellum af 52. Næstoftast var verðið lægst í Iðnú eða átta sinnum.Mál og menning var hins vegar oftast með hæsta verðið en þar voru einnig fæstir titlar fáanlegir. ASÍ tekur fram að verð skólabóka sé mjög breytilegt á þessum árstíma og eru neytendur hvattir til að vera vakandi yfir verðbreytingum og tilboðum.Mesti verðmunur reyndist á Gísla sögu Súrssonar og nam hann tæpum 74 prósentum. Kostaði bókin 2.299 krónur í Pennanum en 3.990 krónur hjá Máli og menningu. Alls var verð kannað á 52 titlum. Flestir voru til hjá Pennanum eða 48 og næstflestir hjá A4 eða 45 talsins.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
4,76
1
154
BRIM
1,82
7
315.738
REITIR
0,56
2
17.880
SJOVA
0,25
3
4.814
ORIGO
0,16
1
23

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-7,61
7
473
LEQ
-1,51
1
2.387
MAREL
-1,27
5
168.910
SYN
-0,41
1
244
ICESEA
0
1
18
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.