Missti næstum því af rástíma sínum á lokadeginum eftir að elding kveikti í hótelinu hans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2019 11:30 Phil Mickelson teygir á fyrir fyrsta högg á lokahringnum í gær og er eflaust að segja Brooks Koepka frá ævintýrum sínum um morguninn. Getty/Andrew Redington Bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson átti eftirminnilegan lokadag á BMW Championship golfmótinu í gær en þar hafði sjálf spilamennskan minnst um það að segja að Phil mun líklega aldrei gleyma sunnudeginum 18. ágúst 2019. Mickelson mætti næstum því of seint á fyrsta teig eftir að hafa lent í miklum ævintýrum á hótelinu sínu.Phil Mickelson nearly missed his tee time at the BMW Championship. That's after his hotel caught fire after lightning struck the roof.https://t.co/omrHZkjVXLpic.twitter.com/QffjOMIfEo — BBC Sport (@BBCSport) August 18, 2019Slæmt veður í Medinah í Illinois fylki þar sem næstsíðasta mótið í FedEx bikarnum fór fram gerði sumum meira lífið leitt en öðrum. Hótel Phil Mickelson lá greinilega betur við höggi en önnur hús á svæðinu þegar mikið þrumuveður gekk yfir svæðið sem er ekki langt frá Michigan vatni norðarlega í Bandaríkjunum. Elding hafði kveikt í þaki hótelsins hans Mickelso og tveimur og hálfum tíma fyrir upphafshögg sitt þá lét Phil Mickelson vita af vandræðum sínum á Twitter.How’s this for crazy? My hotel was struck by lighting, I was on top floor,we were evacuated and the place is on fire(only thing of mine on fire this week.) I can’t get back into my room and may miss my tee time because I am without clubs and clothes. — Phil Mickelson (@PhilMickelson) August 18, 2019 Phil Mickelson sagðist hafa sloppið ómeiddur en vandamálið væri að fötin hans og kylfurnar voru í herberginu hans á efstu hæð. Hann komst ekki í þær vegna eldsins. Phil Mickelson hafði „heppnina“ með sér því slökkviliðið var fljótt að staðinn og menn snöggir að ráða niðurlögum eldsins. Mótshaldarar höfðu líka seinkað leik á lokadeginum vegna þrumuveðursins um morguninn.EMT’s were awesome! I’m going to make it. Turns out my clubs acted as a fire retardant. Lucky me — Phil Mickelson (@PhilMickelson) August 18, 2019 Phil Mickelson náði á staðinn rétt í tíma og kláraði hringinn á 71 höggi. Það var næst lakasti hringur hans á mótinu en Mickelson lék alla fjóra dagana á sjö höggum undir pari og endaði í 48. til 51. sæti. Þetta var síðasta mótið hjá Phil Mickelson á tímabilinu því hann er úr leik. Mickelson er í 47. sæti stigalistans en aðeins þrjátíu efstu fá að keppa á lokamóti FedEx bikarsins. Golf Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Sjá meira
Bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson átti eftirminnilegan lokadag á BMW Championship golfmótinu í gær en þar hafði sjálf spilamennskan minnst um það að segja að Phil mun líklega aldrei gleyma sunnudeginum 18. ágúst 2019. Mickelson mætti næstum því of seint á fyrsta teig eftir að hafa lent í miklum ævintýrum á hótelinu sínu.Phil Mickelson nearly missed his tee time at the BMW Championship. That's after his hotel caught fire after lightning struck the roof.https://t.co/omrHZkjVXLpic.twitter.com/QffjOMIfEo — BBC Sport (@BBCSport) August 18, 2019Slæmt veður í Medinah í Illinois fylki þar sem næstsíðasta mótið í FedEx bikarnum fór fram gerði sumum meira lífið leitt en öðrum. Hótel Phil Mickelson lá greinilega betur við höggi en önnur hús á svæðinu þegar mikið þrumuveður gekk yfir svæðið sem er ekki langt frá Michigan vatni norðarlega í Bandaríkjunum. Elding hafði kveikt í þaki hótelsins hans Mickelso og tveimur og hálfum tíma fyrir upphafshögg sitt þá lét Phil Mickelson vita af vandræðum sínum á Twitter.How’s this for crazy? My hotel was struck by lighting, I was on top floor,we were evacuated and the place is on fire(only thing of mine on fire this week.) I can’t get back into my room and may miss my tee time because I am without clubs and clothes. — Phil Mickelson (@PhilMickelson) August 18, 2019 Phil Mickelson sagðist hafa sloppið ómeiddur en vandamálið væri að fötin hans og kylfurnar voru í herberginu hans á efstu hæð. Hann komst ekki í þær vegna eldsins. Phil Mickelson hafði „heppnina“ með sér því slökkviliðið var fljótt að staðinn og menn snöggir að ráða niðurlögum eldsins. Mótshaldarar höfðu líka seinkað leik á lokadeginum vegna þrumuveðursins um morguninn.EMT’s were awesome! I’m going to make it. Turns out my clubs acted as a fire retardant. Lucky me — Phil Mickelson (@PhilMickelson) August 18, 2019 Phil Mickelson náði á staðinn rétt í tíma og kláraði hringinn á 71 höggi. Það var næst lakasti hringur hans á mótinu en Mickelson lék alla fjóra dagana á sjö höggum undir pari og endaði í 48. til 51. sæti. Þetta var síðasta mótið hjá Phil Mickelson á tímabilinu því hann er úr leik. Mickelson er í 47. sæti stigalistans en aðeins þrjátíu efstu fá að keppa á lokamóti FedEx bikarsins.
Golf Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Sjá meira