Formúla 1

Ricciardo: Liðið getur gert betur

Bragi Þórðarson skrifar
Ricciardo hefur aðeins skorað stig í fjórum af tólf keppnum tímabilsins.
Ricciardo hefur aðeins skorað stig í fjórum af tólf keppnum tímabilsins. Getty

Daniel Ricciardo telur að Renault liðið getur gert mun betur en árangur fyrri hluta tímabilsins hefur sýnt. Ástralinn færði sig yfir til Renault frá Red Bull fyrir tímabilið.

Franska liðið endaði síðasta tímabil í fjórða sæti og ætlaði að minnka bilið í efstu þrjú liðin í ár. Það hefur alls ekki verið raunin og situr Renault í sjötta sæti í keppni bílasmiða.

,,Ég held við höfum allt sem til þarf til að vera í slagnum ofar, eins og McLaren hefur verið að gera'' sagði Ricciardo við Sky Sports F1.

McLaren, sem notar Renault vélar, situr í fjórða sæti mótsins, 43 stigum á undan verksmiðjuliði Renault.

,,Ég tel bílinn vera nægilega góðan, við þurfum bara að fækka þessum litlu mistökum sem hafa kostað okkur í sumar. Ég er vongóður að seinni hluti tímabilsins gangi vel hjá okkur.'' bætti Daniel við.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.